Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Hjörleifshöfði. Kvöldganga 4. júní Heiði – Barð. Grill 20. júní. Grillveisla í ferðafélagsskála eftir göngu. FERÐAFÉLAGIÐ NORÐURSLÓÐ Fésbók: Ferðafélagið Norðurslóð Netfang: ffnordurslod@simnet.is Sími: 892 8202 Valþjófsstaðafjara í Núpasveit 18. janúar, kl. 11 frá afleggjara sunnan við Valþjófsstaðaána. Valþjófsstaðafjaran er einstaklega falleg með klettadröngum og Naustárfossinum sem fellur þar í sjóinn. Við verðum þar á háfjöru. 4 km. Kálfsnes í Þistilfirði 29. febrúar, kl. 11 frá brúnni yfir Hölkná. Á hlaupársdaginn verður gengið niður með Hölkná og út á Kálfsnes, síðan meðfram ströndinni og upp með Sandá. 10 km. Gestabókarganga og aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar 21. mars, kl. 13 frá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Í sumar verður gestabókin á höfðanum við Raufarhöfn. Gengið upp að vitanum og áframmeðfram bjargbrúnum höfðans allan hringinn þar sem eru mörg falin leyndarmál, hellar og gatklettar. Gestabókin verður í kassa á leiðinni. Aðalfundurinn hefst á hótelinu kl. 15. Kirknaganga í Kelduhverfi 10. apríl, kl. 13 frá Garðskirkju. Á föstudaginn langa verður gengið frá Garðskirkju inn að Hraunstakkaborg. Í bakaleiðinni verður kirkjan heimsótt og fræðst um hana. 6 km. Frá Raufarhöfn til norðurs 9. maí, kl. 13 frá Faxahöll á Raufarhöfn. Gengið frá Raufarhöfn út að nýja fuglaskoðunarskýlinu við Höskuldarnes þar sem leirurnar iða af lífi. Kíkt verður á fugla og ýmsa sögulega merkisstaði, m.a. þar sem sprengjurnar lentu 1942. 8 km. Fagranes á Langanesi 13. júní, kl. 10 frá Heiðarfjallsvegi. Í Fagranesi á austanverðu Langanesi er fagurt og skjólgott. Á leiðinni er gott útsýni og mörg formfögur fjöll. 16 km. Gangan hefst við Ártún. Sólstöðuganga við Öxarfjörð 19. júní. Lagt er af stað síðla kvölds og gengið inn í bjarta sumarnóttina. Gangan er hluti af Sólstöðuhátíð á Kópaskeri. Nánar auglýst síðar. Raufarhöfn og nágrenni. Bækistöðvarferð 22. -26. júní. 5 dagar. Skráning: ffnordurslod@simnet.is fyrir 20. júní. Raufarhöfn við heimskautsbaug er þorp með mikla sögu og birtan er töfrandi á Melrakkasléttunni um 93

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==