Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Jónsmessuna. Gengið verður á tvo nyrstu tanga landsins og komið á söguslóðir Fóstbræðrasögu. 1.d., mánud. Þátttakendur mæta á gististað á Raufarhöfn á Melrakkasléttu og koma sér fyrir. Kl. 20 er fundur með fararstjóra um dagskrá næstu daga. 2.d. Gengið meðfram höfninni á Raufarhöfn, að vitanum, um höfðann, upp að Heimskautsgerði, niður á Klifin, yfir Ásinn, niður að sjó og heim aftur. 10 km. Síldarsögur. 3.d. Nyrstu tangar landsins. Ekið út á Melrakkasléttu, gengið út á Hraunhafnartanga, ekið til vesturs og gengið út að Rifi á Rifstanga. 14 km. Fóstbræðrasaga og búskaparsaga. 4.d. Ekið suður fyrir Deildará og gengið upp með ánni, síðan fram Bæjarásinn, út á Hólshöfðann og meðfram sjónum að upphafsreit. 11 km. Fallegar flúðir og sjávarsýn. 5.d. Gengið út á Súlur sunnan Raufarhafnar. Komið við í Krókshöfn og Súlnahöfn. 7 km. Verð: 55.000/60.000. Innifalið: Gisting, 3x kvöldmatur, göngukort og fararstjórn. Öxarfjörður út og suður: Um núpa, gil og gljúfur. Bækistöðvarferð 13.-17. júlí. 5 dagar. Skráning: ffnordurslod@simnet.is fyrir 10. júní. Skeifunni 3b - Laugavegi 25 - Glerártorgi ullarkistan.is Hjá okkur finnur þú mikið úrval af ullarfötum fyrir alla fjölskylduna. Bæði þunnan og þykkan, til að nota sem innsta lag eða millilag. Mikið úrval af ullarsokkum á stóra sem smáa Gæði og gott verð Vellíðan - hvernig sem viðrar 94

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==