Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur. Gist er á farfuglaheimili á Kópaskeri í fjórar nætur. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegummat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á farfuglaheimilinu. 1.d., mánud. Mæting á Farfuglaheimilið á Kópaskeri þar sem þátttakendur koma sér fyrir. Fræðslufundur kl. 20 þar sem farið er yfir dagskrá næstu daga. 2.d. Gengið út að Snartarstaðanúp, umGrímshöfn, Vörsluvík og fleiri víkur, með viðkomu í Kópaskersvita. Yfir Núpinn og ofan í Hvalvík. Síðan ekið að Núpskötlu og gengið á Rauðanúp. 15 km. 3.d. Menningar- og fræðslurölt á Kópaskeri og næsta nágrenni. Byggðasafnið og Skjálftasetur heimsótt og gengið um Kópaskersmisgengið. 8 km. 4.d. Gengið um fallegar fjörur að Naustárfossi og upp með Naustánni. Gengið í Klaufargerði og fræðst um kumlið sem fannst þar í grenndinni. Síðan um Svelting í Buðlungahöfn. 10 km. 5.d. Eftir heimsókn í Hallveigarlund verður gengið upp með Jökulsá að austan, um Borgirnar upp að Gloppu. Ofan í gljúfrin og upp úr þeim aftur. Fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi Jökulsárgljúfra. 8 km. Verð: 60.000/65.000. Innifalið: Gisting, 3x kvöldmatur, akstur, aðgangseyrir, göngukort, fararstjórn. Digranesviti 19. júlí, kl. 11 frá skólahúsinu á Bakkafirði. Gengið frá Bakkafirði út í Steintún sem er með fallegri bæjarstæðum á landinu. Þaðan er stutt að Digranesvita sem stendur á ævintýralegum stað. Gengið er eftir slóða alla leið, þægileg ganga fyrir alla fjölskylduna. 9 km. Gangan er í tengslum við bæjarhátíðina Bryggjudaga á Þórshöfn. Langanes - Fontur. Bækistöðvarferð 20.-24. júlí. 5 dagar. Skráning: ffnordurslod@simnet.is fyrir 10. júní. Bækistöðvarferð út frá Gistiheimilinu Ytra-Lóni á Langanesi. Ferð um friðsæla byggð sem einu sinni var, eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist í 4 nætur á gistiheimili. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegummat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á gistiheimilinu. Á köflum er gengið um óslétt land og þýfða móa og þurfa þátttakendur að vera í nokkuð góðri gönguþjálfun. 1.d, mánud.kvöld. Mæting á Gistiheimilið Ytra-Lón á Langanesi þar sem þátttakendur koma sér fyrir. Kl. 20 er fræðslustund og farið yfir dagskrá næstu daga. 2.d. Genginn eyðibýlahringur og fræðst um sögu bæjanna, gróðurinn, fuglana og fjöllin. 15 km. 3.d. Gengið með sjónum frá Lambanesi út að Heiðarhöfn, umHeiðarnesið og til baka eftir Messumelnum. Rekaviður og fallegar fjörur, fullar af lífi. 16 km. 4.d. Ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðuð. Síðan niður í Hrollaugsstaði en þaðan er gengið um Kumblavík og Skálabjarg að eyðiþorpinu Skálum. 12 km. Ekið út á Font, komið við á Skoruvíkurbjargi sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. 5.d. Gengið frá Sauðanesi út í Grenjanesvita. Á leiðinni eru margvísleg mannvirki og menningarminjar. Komið við í Sauðaneshúsi í lok ferðar. 8 km. Verð: 70.000/75.000. Innifalið: Gisting, 4x morgunmatur, 3x kvöldmatur, akstur, göngukort, aðgangseyrir og fararstjórn. Sléttugangan 15. ágúst, kl. 9 frá Hótel Norðurljósum. Gengið frá Raufarhöfn að Kópaskeri, þvert yfir Melrakkasléttu. Þetta er löng ganga, um 30 km, en slétt undir fæti. Sund og kvöldverður á Raufarhöfn að lokinni göngu. Skráning á ffnordurslod@simnet.is. 95

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==