Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
DEILDAFERÐIR Gengið á Súlur 26. september kl. 13 frá ráðhúsinu á Raufarhöfn þar sem sameinast verður í bíla. Gengið á Súlur sunnan Raufarhafnar. Gengið um sunnanvert nesið í Krókshöfn og Súlnahöfn. 7 km. Gangan er í tengslum við menningardaga á Raufarhöfn. Hvalvík og Hestfall 17. október, kl. 13 frá bílastæði við Hvalvík. Gengið í Hvalvík á Melrakkasléttu, norðan Snartarstaðanúps. Farið upp að Hestfallinu og skoðaðar skemmtilegar náttúrusmíðar í víkinni. FERÐAFÉLAG SVARFDÆLA Fésbók: Ferðafélag Svarfdæla Netfang: ferdafelagsvarf@gmail.com Sími formanns: 898 5524 Þátttaka ókeypis, nema annað sé tekið fram. Nýársganga 1. janúar, kl. 13 frá girðingu norðan Kóngsstaða í Skíðadal. Árleg ferð á gönguskíðum eða tveimur jafnfljótum að gangnamannahúsinu Stekkjarhúsi. 3-4 klst. Flæðar að Hrísatjörn. Gönguskíðaferð 1. febrúar, kl. 10 frá Olís, Dalvík. Gengið á gönguskíðum um Flæðar að Hrísatjörn og til baka. 1-2 klst. Þorvaldsdalur. Gönguskíðaferð 7. mars, kl. 10 frá Olís, Dalvík. Ekið að Árskógarskóla. Gengið á gönguskíðum fram og til baka að skálanum Derri í vestanverðum Þorvaldsdal. Tæknilega auðveld ganga sem er um 18 km fram og til baka. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar. Hamarinn og Hánefsstaðareitur. Gönguskíðaferð 4. apríl, kl. 10 frá gömlu malarnámunum norðan við Skáldalæk. Gengið upp á Hamarinn að Sökku, niður í Hánefsstaðareit að Svarfaðardalsá, yfir Saurbæjartjörn og aftur að Skáldalæk. 7-8 km. Mosi. Gönguskíðaferð 18. apríl, kl. 10 frá skíðasvæðinu við Brekkusel á Dalvík. Farið upp með skíðalyftunni og skíðað fram Böggvisstaðadal í Mosa, skála Ferðafélags Svarfdæla. 18 km fram og til baka. Greiða þarf aðstöðugjald 500 kr. í Mosa og einnig hægt að gista gegn gjaldi. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar. Melrakkadalur 3. júní, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Fyrsta miðvikudagsganga sumarsins. Gengið yfir brú á Brimnesá upp í mynni Upsadals og þaðan eftir stikaðri leið upp í Melrakkadal. 2-3 klst. Steindyragil 10. júní, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Ekið á móts við bæinn Steindyr. Gengið upp með gilinu, gamla réttin og fossinn skoðaður. 1-2 klst. 96
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==