Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Múlavegur. Miðnætursólarferð 24. júní, kl. 22 frá afleggjara norður undir Múlagöngum þar sem ekið er eftir gamla veginum áleiðis að Vogagjá. Gengið að Voghól og niður með Vogagjá uns staðið er andspænis Hálfdanarhurð. Gengið til baka upp á Plan, efst í Múlanum, þar sem fegurst er miðnætursól. 3 km. Hækkun 150-200 m. 2-3 klst. Að Hrísatjörn 1. júlí, kl. 17:15 frá Olís, Dalvík. Gengið eftir stikaðri leið að fuglaskoðunarhúsi við Hrísatjörn. Víða á leiðinni eru upplýsingaskilti um fugla og gróður. 2-3 klst. Urðabjörg 8. júlí, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Ekið að bænumUrðum og gengið upp að Urðabjörgum. 2-3 klst. Víkurdalur milli Sauðaneshnjúka 15. júlí, kl 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Ekið að Sauðanesi á Upsaströnd. Gengið þaðan upp í hlíðina meðfram Víkurlæk, upp í dalverpið Víkurdal sem er í um 300 m hæð yfir sjó. 2-3 klst. Böggvisstaðadalur – Upsadalur 22. júlí, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Gengið fram Böggvisstaðadal eftir stikaðri leið að Kofa. Farið yfir göngubrú á Brimnesá og stikum fylgt niður Upsadalinn til baka. 3-4 klst. Umhverfis Stórhólstjörn 29. júlí, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Krakkaferð með stórfjölskyldunni umhverfis Stórhólstjörn og um skógarreitinn Bögg þar sem farið verður í leiki. 2 klst. Tungnahryggsskáli. Vinnuferð 22.-23. ágúst. Tveggja daga vinnuferð í skála félagsins á Tungnahrygg. Formaður veitir nánari upplýsingar og tekur við skráningu í ferðina á netfang félagsins, minnst tveimur dögum fyrir brottför. Nýársganga 2020 1. janúar, kl. 13 frá girðingu norðan Kóngsstaða í Skíðadal. Árleg ferð á gönguskíðum eða tveimur jafnfljótum að gangnamannahúsinu Stekkjarhúsi. 3-4 klst. GÓÐ RÁÐ FYRIR FERÐAMENN Vaðið yfir ár Gæta þarf vel að því hvar vaðið er yfir ár. Á morgnana er alla jafna minna í ám en þegar líður á daginn. Best er að fara yfir á broti þar sem áin breiðir úr sér. Betra jafnvægi fæst með því að beygja hnén aðeins og snúa þeim lítið eitt upp í strauminn. Horfið ekki beint niður í vatnið. Gott er að nota göngustafi eða ferðafélaga til stuðnings og vera í línu ef áin er straumhörð. Best er að vaða í skóm og heillavænlegast að hafa sérstaka vaðskó með til að þurfa ekki að ganga í blautum skóm eftir að hafa vaðið ána. 97

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==