Kylfingur 2018
I KYLFINGUR I 111 • Yfirfara og þróa skipulag og verkefni nefnda GR til að tryggja jafnræði og viðeigandi þjónustu við alla félaga GR. Áhrif: • Ný inniaðstaða mun gjörbreyta starfsemi GR og efla félagsandann. • Skipulag og framkvæmd félags- og íþróttastarfs mun verða markvissara og skila ánægðum félögum sem verða áfram tryggir félagar GR. Kostnaður: • Um er að ræða verulegan stofnkostnað í mannvirkja gerð. • Kostnaður vegna breytts skipulags verði innan eðlilegra marka en þó bætt í frá núverandi starfi. • Tryggja skal fjármögnun uppbyggingarinnar og forðast skuldsetningu sem gæti haft veruleg áhrif á getu klúbbsins til að sinna hefðbundinni starfsemi. 4. Félagsstarf GR sé í fararbroddi íslenskra golfklúbba • Sérstök áhersla verði lögð á samhug og samstöðu GR- inga; að þeim finnist þeir hluti af sterkri heild. Öll að staða, þjónusta og félagsstarf þarf að styðja kröftuglega við þetta markmið. Eldri kylfingar Í félagsstarfi eldri kylfinga er mikið starf unnið. Mótaröð eldri kylfinga þarf að efla enn frekar. Einnig má efla vetrarstarf GR og tryggja að klúbburinn sinni félagslegu hlutverki fyrir elstu kylfingana okkar sem hluta af þeirra heilsubót og félagsskap. Konur Starf kvennanefndarinnar hefur verið mjög öflugt í klúbbnum. Mótaraðir, vorferðir, haustferðir, kvennakvöld og margt fleira sem hefur verið fyrirmynd þegar kemur að félagsstarfinu í GR. Hlúa þarf að þessu góða starfi og efla það enn frekar. Karlar Félagsstarfið hefur að stærstum hluta farið fram í hópum og þar eru margir mjög virkir hópar sem spila vikulega eða oftar. Þessir hópar hafa síðustu tvö ár verið leiddir saman í Liðakeppni GR. Mercedes-Bens Holukeppni GR var endurkoma ársins í félagslífi GR árið 2017. Byggja þarf undir þetta góða starf og halda áfram á þessari braut. Börn og unglingar Félagsleg umgjörð unglingastarfsins hefur ekki verið betri í langan tíma. Það er ekki bara að árangur unglinganna á helstu mótum sé frammúrskarandi heldur hefur ferskur blær ríkt yfir starfinu þannig að um er talað úti á velli og inni í skála. Þjálfarar, foreldrar og aðrir umsjónarmenn í starfinu hafa unnið flott starf sem vert er að hrósa. Þessir þættir eru í betri farvegi nú en mörg undanfarin ár. Lykilverkefni: Til að bæta starfið enn frekar er þörf á eftirfarandi að gerðum: • Skipa nefnd sem vinnur markvisst að eflingu karlastarfsins. • Efla þarf þáttöku eldri kylfinga í mótaröð og félagsstarfi GR og samtvinna það öðrum mótaröðum, óháð aldri, kyni eða getu í íþróttinni. • Nýta þarf öflugt félagsstarf til að fjölga meðlimum í aldurshópum sem eru fámennir innan klúbbsins. Þessar aðgerðir eru ekki útgjaldafrekar fyrir GR. Viðhorf félagsmanna til starfsins í klúbbnum verður jákvæðara með hverju árinu. Sífellt fleiri kylfingar í klúbbnum eru stoltir GR-ingar. Ef ofangreindar aðgerðir skila árangri hefur það þau áhrif að samhugur eflist enn frekar á meðal félagsmanna. 5. Þjónusta GR sé í fararbroddi • Veitingaaðstaða verði samkeppnishæf í verði og gæð um. • Þjónusta GR sé í fararbroddi. • Aðgengi að völlum verði eins og best er á kosið. Lykilverkefni: Hver eru helstu verkefnin? Hvar sjáum við okkur eftir 5-10 ár? 1. Veitingaaðstaða sé samkeppnishæf í verði og gæðum – Allir hópar GR-inga fái veitingar við sitt hæfi. a. Verkefni 1: Greina valkost um inneign í veitingaþjónustu (leiga, viðhald tækja, verð, framboð) b. Verkefni 2: Kynna fyrir stjórn tillögu að breyttu fyrirkomulagi haustið 2017 ef áhugi er fyrir hendi. c. Verkefni 3: Ef stjórnin samþykkir, leggja tillögu fyrir aðalfund í desember 2017. 2. Almenn þjónusta í kringum félagsmenn sé til fyrir myndar – Þjónusta styðji við klúbbstemningu GR. a. Verkefni 1: Upplýsingagjöf verði efld með nýrri heima síðu GR haustið 2017. b. Verkefni 2: GR beiti sér fyrir því að bæta www.golf.is í upplýsingagjöf og skilvirkni (hraða). c. Verkefni 3: Mat á aðstöðu til hvíldar og leiks í framtíðar klúbbaðstöðu. 3. Aðgengi að völlum eins og best verður á kosið. Vellir GR verði allir í hæsta gæðaflokki og í stöðugri fram þróun a. Verkefni 1: Vinna áfram að bættu ástandi allra valla GR í samstarfi við færustu sérfræðinga.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==