Kylfingur 2018
14 I KYLFINGUR I Ertu sáttur við fyrsta árið í atvinnumennskunni? Fyrsta árið í atvinnumennskunni var í sjálfu sér gott þó það hafi endað í miklum vonbrigðum. Á Norðurlandamóta röðinni vinna topp 5 spilararnir sig upp á næstu mótaröð fyrir ofan. Ég var í topp 5 bróðurpartinn af árinu en klúðraði þessu smá í lokin og endaði rétt fyrir utan topp 5. Var samt valinn nýliði ársins á mótaröðinni og það var ágætis sárabót. Annars lærði ég helling af þessu, smá strembið að spila nýja velli í hverri viku og þurfa alltaf að læra á aðstæður. Viss forgjöf að þekkja vellina og hafa keppt á þeim áður. En kannski er ég bara að afsaka mig. Svo datt ég út á 2. stigi á úrtökumóti fyrir Evrópu mótaröðina. Vegna ágætis árangurs fékk ég að sleppa fyrsta stiginu og fara beint á annað. Þar var ég að spila vel en vantaði herslumuninn og rétt missti af niðurskurði. Þó að árið hafi verið ágætt heilt yfir þá var mjög svekkjandi að vera aftur kominn á byrjunarreit eftir að hafa verið svona nálægt að komast á næsta stig, túrinn fyrir ofan. Hver var besti árangurinn? Endaði þrisvar sinnum í öðru sæti á Norður landamótaröðinni. Hélt í eitt skipti að þetta væri nú loksins komið en þá tókst tveimur spilurum að jafna við mig og við fórum í þriggja manna bráðabana. Parið mitt í bráðabananum dugði ekki. Enginn sigur á árinu en ágætis barátta. Sigurinn mun koma, ég lofa. HARALDUR FRANKLÍN ATVINNUKYLFINGUR Góðir hlutir gerast hægt Myndin er tekin á Íslandsmótinu 2017 hjá Keili í Hafnarfirði. Ljósmynd: GSÍ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==