Kylfingur 2018
I KYLFINGUR I 15 Skilaði árið hagnaði? Mjög mikið um útgjöld í atvinnu mannagolfi. Mikið hark og lítið um fríðindi. Endaði árið á núlli sem er í raun og veru ágætis árangur á fyrsta ári. Flestir eru að tapa pening. Einhverjir styrktaraðilar? Forskot styrkir atvinnukylfinga á Ís landi. Ég fæ eitthvað úr þeim sjóði. Þarf samt líka að finna mér eitthvað annað til að standa straum af kostn aði við atvinnumennskuna. Einhver fastur samastaður? Bý nú bara í Reykjavík. Svo er maður alltaf að troða sér uppá eitthvað fólk á Norðurlöndunum. Hvaða verkefni eru framundan? Mun keppa á Norðurlandamóta röðinni í sumar. Þar er mest um mót á vorin og haustin. Fer í nokkuð langar keppnisferðir núna í lok apríl. Frá apríllokum til seinni parts júní eru fjögur mót í Danmörku, tvö mót í Svíþjóð og svo mót í Þýskalandi, Eistlandi og Noregi. Júlí er rólegri á mótaröðinni, ein ungis eitt mót. Svo hefst keppnin aftur að fullu í ágúst til október. Að vísu mun ég að öllum líkindum einnig keppa á úrtökumóti fyrir Opna Breska í júlí. Sjáum við þig í einhverjum mótum hérlendis í sumar? Mun að öllum líkindum spila í Íslandsmóti og Sveitakeppni. Annað er óvíst. Hvernig gengur að safna styrktar aðilum fyrir þetta tímabil? Það gengur nokkuð brösuglega. Mun að öllum líkindum bara þurfa að treysta á góða spilamennsku til að standa straum af kostnaði. púttmótaröð karla 2018 Ecco-púttmótaröðin hófst á Korpúlfs stöðum 18. janúar, spilað er á fimmtu dagskvöldum og lokaumferðin fór fram á fimmtudagskvöldinu 22. mars með veislu og verðlaunaafhendingu. Keppt er annars vegar í einstaklings keppni þar sem hver einstaklingur leikur tvo hringi eða 36 holur og telja sex bestu umferðirnar af tíu. Hins vegar er liðakeppni. Þrír til fjórir skipa hvert lið en 3 liðsmenn telja í hverri umferð og bestu fjórir 18 holu hringir þessara þriggja telja sem liðsskor. Um 200 karlar í GR mættu til leiks og þetta komið í nokkuð fastar skorður. Jóhann Sigurðsson sigraði í einstakl ingskeppninni með yfirburðum, lék glæsilega síðustu umferðirnar og gerði sér lítið fyrir og lék á 49 púttum loka umferðina og jafnaði þar með met sem Kristján Ólafsson setti 2015. Glæsilegt hjá þér Jóhann og til hamingju. Liðakeppnina vann lið nr. 13, liðið skipa þeir Jón Þór Einarsson, Guð mundur Björnsson, Guðmundur Þorri Jóhannesson og Kristmundur Eggerts son . Golfklúbburinn í Holtagörðum bauð „liði vikunnar“, sem dregið var út í hverri viku, 6000 króna afslátt í golfhermi hjá sér og mæltist það vel fyrir. Umsjónarmaður púttkvöldanna var Halldór B. Kristjánsson. Fjölmörg fyrir tæki og margir einstaklingar studdu við mótaröðina í formi verðlauna og þakkar umsjónarmaður veittan stuðning. HBK Bestu einstaklingarnir, f.v.: Ragnar Ólafsson í 2. sæti, Jóhann Sigurðsson sá langbesti og Jón Þór Einarsson hreppti 3. sætið. Excel-snillingurinn Atli Þór Þorvaldsson sá um að úrslitin færu ekki á milli mála. Atli hefur verið umsjónarmanni stoð og stytta undanfarin ár og útbjó m.a. hið flókna skjal sem heldur utan um úrslitin allan veturinn. Allir búnir að borða og fá sér einn kaldan og nú er bara að bíða eftir úrslitum um efstu sætin. Ef þau eru ekkert að gera fyrir mann þá eru töluverðar líkur að verða dreginn út úr skorkortunum. Besta liðið, f.v.: Guðmundur Björnsson, Jón Þór Einarsson, Guðmundur Þorri Jóhannes son og liðstjórinn Kristmundur Eggertsson.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==