Kylfingur 2018
I KYLFINGUR I 19 Hvað varð til þess að þú hófst að leika golf? Það var algjör tilviljun. Ég starfaði sem leigubílsstjóri á þessum árum og keyrði tvo menn upp í Grafarholt sem voru að fara að leika golf. Ég er áhugamaður um íþróttir og fylgdist með öllu og ákvað af hreinni forvitni að kíkja aðeins á þessa kalla og sjá hvernig þetta færi fram. Hálfum mánuði síðar skráði ég mig í GR með mitt nýkeypta hálfa golfsett og hef verið þar síðan en kylfunum hefur fjölgað í pokanum. Það kom sér vel að ég hafði frjálsan tíma sem leigubílstjóri og oftar en ekki skaust ég uppeftir og sló nokkur högg á milli túra enda búinn að fá algjöra dellu fyrir íþróttinni. Hvaða ár var þetta og voru margir sem þá léku golf? 1963. Í GR voru tæplega 200 manns, mig minnir að ég hafi verið nr. 180 eða því sem næst. Var það ekki 1963 sem Grafarholtið varð golfvöllur? Jú, það er rétt, hann var óskaplega hrár og tíað var uppá brautum til að slá ekki í nýsáðri moldinni. Fljótlega varð hann þó tólf holu völlur. Það er ljóst að þetta var ekki draumaland fyrir golfvöll og því ómæld vinnan sem honum fylgdi. Á hverju vori er frost var farið úr jörðu komu klúbbmeðlimir til að tína grjót upp úr brautunum sem komu í ljós eftir frosthörku vetrarins og er það vandamál til staðar enn þann dag í dag. Hvernig gekk þetta svo fyrir sig. Fórstu í golfkennslu? Nei, ekki formlega. Mér var óskaplega vel tekið af þeim sem fyrir voru í klúbbnum og fékk oftar en ekki leiðbeiningar frá þeim sem ég lék með hverju sinni, og verð ég þá að minnast á Jóhann Eyjólfsson og Ólaf Ágúst Ólafsson sem voru mér einstaklega hjálpsamir. Gripið var lagað, stattu ekki svona nálægt boltanum drengur osfrv. voru athugasemdirnar sem ég fékk frá meðspilurunum og svo kom þetta hægt og rólega þó svo að ég yrði eng inn snillingur í íþróttinni, en vel leikfær þó. Einhverjir sigrar minnisstæðir? Nei, ekki get ég sagt það. Byrjaði á Nýliðabikarnum en tapaði fyrir Viðari Þorsteinssyni í úrslitunum en Viðar gekk í klúbbinn sama ár og ég. Hann var seigur karlinn. Strax á öðru árinu var ég farinn að taka þátt í innan félagsmótum og síðan tóku opnu mótin við. Ég náði mér í nokkra bikara eins og gengur en enga stóra né sér staklega eftirminnilega. Nú orðið læt ég mótin eiga sig nema meistaramót GR enda flokkaskipt og sniðið fyrir allan aldur. Hvað með konu og börn? Erna Sampsted, konan mín sem nú er látin, hafði engan áhuga að spila sjálf en dró fyrir mig kerruna af og til og þá helst í meistaramótum klúbbsins. Við eignuðumst þrjú börn, Guðmund Óskar, Kristján og Öldu. Guðmundur er virkur félagi í GR, Kristján, sem býr í Vestmannaeyjum, er ekki mikið í golfi en er skráður að ég held í klúbbinn þar. Alda er íþróttakennari og hefur allt of mikið á sinni könnu til að hafa tíma fyrir golfið. Hvernig kom það til að þú fórst að vinna fyrir GR? Fljótlega eftir að ég gekk í GR tók ég að mér ýmis tilfallandi störf yrir klúbbinn. Valtaði brautirnar tólf sem þá voru, fyrir umsamið gjald, sló flatirnar með sömu formerkjum. Þannig gekk þetta fyrir sig í nokkur ár. Varð hálfgerður framkvæmdastjóri í eitt og hálft, sá um að rukka félagsgjöldin og gera það sem gera þurfti á vellinum hverju sinni og þar sem ég er svolítill vélakall fór ég í það að halda að vélum klúbbsins við. Það voru alltaf næg verkefni. Klúbb urinn átti forláta skerpivél, þá einu á landinu, og hafði ég í mörg ár það hlutverk að skerpa fyrir aðra klúbba um allt land. Svo var það um 1990 sem Svan Friðgeirsson kom að máli við mig og bauð mér fasta vinnu á vellinum en hann var þá m.a. vallarstjóri klúbbsins. Hálfum mánuði síðar hætti Svan sem vallarstjóri og skipaði mig sem eftir mann sinn og var ég þar sem slíkur í nokkur ár eða þar til Margeir Vilhjálms son tók við af mér. 1973 2018
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==