Kylfingur 2018
20 I KYLFINGUR I Hefur vélakosturinn ekki tekið framförum? Fyrir nokkrum árum varð algjör bylting hvað það varðar. Hér áður fyrr vorum við með þriggja hjóla sláttuvél sem dregin var af dráttarvél við brautarslátt og flatirnar voru slegnar vélknúinni „garðsláttuvél“ sem starfsmenn ýttu á undan sér. Nú er öldin önnur allar vélar ásetuvélar og öll vinna hefur gjör breyst. Hversu lengi hefurðu starfað fyrir klúbbinn? Ég var fastur starfsmaður í 18 ár frá 1990. Eins og áður sagði hafði ég verið í hlutastarfi árin þar á undan og í dag er ég enn að valta brautir og hef gert það á hverju ári um 30 ára skeið. Hverjir voru bestu golfararnir sem þú spilaðir við á þínum upphafsárum í golfinu? Fyrstan verður að telja Magnús Guð mundsson. Hann lærði að leika golf í Bandaríkjunum og vann þar sem skíða kennari, mikil íþróttakempa. Hann varð í raun fyrsti vallarstjórinn í Grafarholti og það var hans hlutverk að gera Grafarholtið að golfvelli. Magnús varð Íslandsmeistari í golfi fjögur á í röð frá 1963. Óttar Yngvason (Íslandsmeistari 1962), Jóhann Eyjólfsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Einar Guðnason svo einhverjir séu nefndir. Ég var reyndar í öðrum styrkleikaflokki og spilaði ekki mikið við þessar hetjur. Einhver eftirminnileg atvik? Það var einkar ánægjulegt er við feng um regnbogalax frá Ólafi Skúlasyni á Laxalóni til að setja í tjörnina á 15. braut í Grafarholtinu og svo fengu golfararnir, eftir að hafa slegið boltann sinn inn á flötina, að kasta eftir silungi og var valið milli flugustangar og kast stangar. Reglurnar voru þær að hver golfari fékk aðeins að kasta einu sinni og þeir sem veiddu silung fengu hann með sér í poka til að fara með heim frá veiði verðinum sem var oftar en ekki ég. Þú verður áttræður á næsta ári, og enn að leika golf? Ég leik golf meðan ég hef heilsu til en það er alltaf að verða erfiðara að halda forgjöfinni í skefjum. Hver er forgjöfin hjá svona gömlum karli eins og þér? 14,3 og er bara nokkuð sáttur með það segir öðlingurinn Haukur V. Guðmunds son að lokum, með bros á vör. Við þessar aðstæður spiluðu menn golf 1963 í Grafarholtinu. Frá vinstri: Geir Þórðarson, Haukur, Gunnar Þorleifsson og Ólafur Hafberg. 15. brautin að verða til á Grafarholtsvelli. Nokkrir kylfingar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara árið 1973. Ljósmyndirnar voru teknar að beiðni GSÍ vegna kynningar á íslensku golfi. Frá vinstri: Haukur V. Guðmundsson GR, Hallgrímur Júlíusson GV, óþ, Gunnlaugur Ragnarsson GR, Marteinn Guðjónsson GV. Ljósmynd: Borgarskjalasafn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==