Kylfingur 2018
I KYLFINGUR I 27 EIMSKIPS BIKARINN LIÐAKEPPNI GR Þriðja árið í röð fór fram Liðakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur. Árið 2016 sigraði Goldbond og á síðasta ári var það lið Faxa sem hafði sigur. Golfklúbbur Reykjavíkur fór af stað með liðakeppni sumarið 2016. Fyrsta sumarið voru 13 lið með í keppninni og í fyrra voru þau 16 talsins. Eimskipafélag Íslands er styrktaraðili keppninnar sem hlaut nafnið Eimskips bikarinn – liðakeppni GR. Liðakeppni er keppni á milli golfhópa og var áður um útsláttarkeppni að ræða. Í ár var sú breyting gerð á fyrirkomu laginu að keppt var í riðlum þar sem öll liðin í hverjum riðli keppa innbyrðis. Leikið er með fullri forgjöf í liðakeppninni. Keppnin er fyrir alla klúbbmeðlimi 19 ára og eldri, þannig að karlahópar, kvennahópar eða blönduð lið eru gjaldgeng. Þrettán lið skráðu sig til leiks í ár og var þeim skipt í þrjá riðla. Þetta þýddi að öll liðin fengu að minnsta kosti að leika þrjá leiki í keppninni. Í þessari keppni eru leiknar 9 holur í hverri viðureign þangað til kemur að úrslitaleik keppninnar en í úrslitaleiknum eru leiknar 18 holur. Í riðlakeppninni léku fjórir leikmenn fyrir hvort lið í hverri viðureign. Leiknir voru tveir tvímenningsleikir og einn fjórleikur. Tvímenningur er holukeppni milli tveggja leikmanna. Fjórleikur er holukeppni þar sem tveir leikmenn leika gegn tveimur og gildir betra skor liðs á hverri holu. Úr riðlakeppninni komust 8 lið áfram í útsláttarkeppnina. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komust áfram eftir riðlakeppnina og tvö lið í þriðja sæti að auki. Leika þurfti bráðabana til að skera úr á milli naloH2 og Hola í höggi og hafði naloH þar betur. Liðin sem léku í átta liða úrslitum voru því Brassarnir, naloH2, Goldbond, Elítan, Fore B, Faxar, Fore A og Ásar. Sama fyrirkomulag var í 8 liða og 4 liða úrlitum keppninnar, fjórir leikmenn í hvoru liði léku fjórleik og tvo tvímenninga. Í undanúrslitum léku naloH2 gegn Elítunni og félagarnir í Fore A og B mættust. Í úrslitaleiknum mættust Elítan og Fore A, en þar kepptu átta leikmenn fyrir hvort lið og leiknar voru 18 holur. Það voru 6 leikmenn úr hvoru liði sem léku tvímenningsleiki og síðan var einn fjórmenningur en þar leika tveir leikmenn gegn tveimur úr hinu liðinu. Liðin leika einum bolta sem þeir slá til skiptis. Þetta er einnig holukeppni eins og aðrar viðureignir í liðakeppninni. Í úrslitaleiknum var það Elítan hafði betur og er því liðameistari GR árið 2018. Við óskum Elítunni til hamingju með sigurinn og þökkum öllum liðunum fyrir þátttökuna í sumar. Atli Þorvaldsson. Lórens Þorgeirsson, fyrirliði Elítunnar, tekur við Eimskips-bikarnum úr hendi mótsstjórans Atla Þórs Þorvaldssonar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==