Kylfingur 2018

30 I KYLFINGUR I Hefð hefur skapast fyrir því að kvenna­ starfinu ljúki með haustmóti á ári hverju og var það haldið 9. september nú í ár. Það viðraði nokkuð vel á Korp­ unni þann dag og léku konur í svo dá­ samlegu haustveðri að það minnti helst á topp sumardag. Þátttakan í ár var alveg frábær og voru 117 konur skráðar til leiks. Spilað var Áin/Landið og voru aðstæður til golfiðkunar eins og fyrr segir, frábærar. Að móti loknu komu konur saman á efri hæð Korpunnar og gæddu sér á léttum hádegisverði og áttu góða stund saman um leið og þær sam­ glöddust vinningshöfum mótsins. Mótið er punktakeppni með há­ marksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1.–5. sæti en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor í högg­ leik. Mælingar voru á öllum par 3 brautum vallarins og verðlaun veitt fyrir lengsta teighögg á 26.braut. Haustmeistari GR kvenna 2018 er Sjöfn Sigþórsdóttir, 43 punktar og urðu úrslit mótsins þessi: Sjöfn Sigþórsdóttir, 43 punktar (fleiri pkt. á seinni 9), Margrét Jamchi Ólafs­ dóttir, 43 punktar. Freyja Önundar­ dóttir, 42 punktar (fleiri pkt. á síðustu 3), Ásta Björk Styrmisdóttir, 42 punktar. Ingunn Sigurðardóttir, 41 punktur. Besta skor átti Alda Harðardóttir, hún lék hringinn á 80 höggum. Fugladrottning var útnefnd í fyrsta sinn en sú sem fékk flesta fugla í mót­ Sumarmótaröð GR kvenna 2018 lauk í lok ágúst með sigri Freyju Önundar­ dóttur sem var krýnd Sumarmeistari GR kvenna. Freyja lauk þeim fjórum hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 151 punktum. Síðasti hring­ urinn í mótaröðinni fór fram á Korpunni og var Sjórinn/Áin leikin í blíðskapar­ veðri. Að móti loknu var efnt til verð­ launahófs á efri hæðinni á Korpu þar sem GR konur samglöddust þeim okkar sem sköruðu framúr í mótaröð­ inni í sumar og gæddu sér um leið á veitingum frá Herði og hans liði. Mjótt var á munum og er óhætt að segja að gustað hafi um toppsætin í síðustu mótunum. Freyja átti góðan endasprett og skaust í efsta sætið á síðustu stundu. Næst henni kom Ásta Björk Styrmisdóttir sem líka átti frá­ bæran lokahring, spilaði á 42 punktum og lauk mótinu á 150 punktum, aðeins einum punkti frá toppsætinu. Jafnar í 3.–5.sæti á 147 punktum voru þær Magdalena M. Kjartans­ dóttir, Ljósbrá Baldurs­ dóttir og Dagný Erla Gunnarsdóttir. Í ár var samstarf á meðal GR kvenna og Ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn þar sem ÚÚ lagði til ferðavinn­ ing til El Plantio á Spáni. Þá lagði ÚÚ einnig til vinninga til má n a ð a me i s t a r a sumarsins og var rúsínan í pylsuend­ anum þegar dregið var úr skorkortum gjafabréf upp á 70.000 kr. inneign í ferð til El Plantio. GR konur þakka Úrval Útsýn sérstak­ lega ánægjulegt samstarf. Sumarmótaröð GR kvenna Freyja Önundardóttir Sumarmeistari 2018 Haustmót GR kvenna

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==