Kylfingur 2018
30 I KYLFINGUR I Hefð hefur skapast fyrir því að kvenna starfinu ljúki með haustmóti á ári hverju og var það haldið 9. september nú í ár. Það viðraði nokkuð vel á Korp unni þann dag og léku konur í svo dá samlegu haustveðri að það minnti helst á topp sumardag. Þátttakan í ár var alveg frábær og voru 117 konur skráðar til leiks. Spilað var Áin/Landið og voru aðstæður til golfiðkunar eins og fyrr segir, frábærar. Að móti loknu komu konur saman á efri hæð Korpunnar og gæddu sér á léttum hádegisverði og áttu góða stund saman um leið og þær sam glöddust vinningshöfum mótsins. Mótið er punktakeppni með há marksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1.–5. sæti en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor í högg leik. Mælingar voru á öllum par 3 brautum vallarins og verðlaun veitt fyrir lengsta teighögg á 26.braut. Haustmeistari GR kvenna 2018 er Sjöfn Sigþórsdóttir, 43 punktar og urðu úrslit mótsins þessi: Sjöfn Sigþórsdóttir, 43 punktar (fleiri pkt. á seinni 9), Margrét Jamchi Ólafs dóttir, 43 punktar. Freyja Önundar dóttir, 42 punktar (fleiri pkt. á síðustu 3), Ásta Björk Styrmisdóttir, 42 punktar. Ingunn Sigurðardóttir, 41 punktur. Besta skor átti Alda Harðardóttir, hún lék hringinn á 80 höggum. Fugladrottning var útnefnd í fyrsta sinn en sú sem fékk flesta fugla í mót Sumarmótaröð GR kvenna 2018 lauk í lok ágúst með sigri Freyju Önundar dóttur sem var krýnd Sumarmeistari GR kvenna. Freyja lauk þeim fjórum hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 151 punktum. Síðasti hring urinn í mótaröðinni fór fram á Korpunni og var Sjórinn/Áin leikin í blíðskapar veðri. Að móti loknu var efnt til verð launahófs á efri hæðinni á Korpu þar sem GR konur samglöddust þeim okkar sem sköruðu framúr í mótaröð inni í sumar og gæddu sér um leið á veitingum frá Herði og hans liði. Mjótt var á munum og er óhætt að segja að gustað hafi um toppsætin í síðustu mótunum. Freyja átti góðan endasprett og skaust í efsta sætið á síðustu stundu. Næst henni kom Ásta Björk Styrmisdóttir sem líka átti frá bæran lokahring, spilaði á 42 punktum og lauk mótinu á 150 punktum, aðeins einum punkti frá toppsætinu. Jafnar í 3.–5.sæti á 147 punktum voru þær Magdalena M. Kjartans dóttir, Ljósbrá Baldurs dóttir og Dagný Erla Gunnarsdóttir. Í ár var samstarf á meðal GR kvenna og Ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn þar sem ÚÚ lagði til ferðavinn ing til El Plantio á Spáni. Þá lagði ÚÚ einnig til vinninga til má n a ð a me i s t a r a sumarsins og var rúsínan í pylsuend anum þegar dregið var úr skorkortum gjafabréf upp á 70.000 kr. inneign í ferð til El Plantio. GR konur þakka Úrval Útsýn sérstak lega ánægjulegt samstarf. Sumarmótaröð GR kvenna Freyja Önundardóttir Sumarmeistari 2018 Haustmót GR kvenna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==