Kylfingur 2018
I KYLFINGUR I 31 inu var Hólmfríður M. Bragadóttir, hún fuglaði 16. og 18. braut. GR konur óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með flottan árangur ásamt því að þakka öllum þeim styrktaraðilum kærlega fyrir sem lögðu okkur lið og gáfu vinninga í öll mótin sem haldin voru í vor og sumar. Kvennanefndin samanstendur af kjarna konum sem allar eru tilbúnar að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í kringum GR konur. Þetta er sjálfboðaliðastarf í orðsins fyllstu merkingu en starfið er að sama skapi mjög gefandi og skemmtilegt. Hrós og klapp á öxl er okkur dýrmætt en ekki síður viljum við heyra af því ef eitthvað er sem ykkur finnst ekki vera að virka eða megi betur fara. Hlökkum til komandi vetrar! Kvennanefndin Púttmótaröð GR kvenna veturinn 2018 Láru Eymundsdóttir púttaði best Úralbúmi Frosta Líkt og undanfarin ár var frábær þátttaka í púttmótaröð GR kvenna en tæplega tvöhundruð konur skráðu sig til leiks í upphafi vetrar. Að meðaltali mættu um 130 konur á hverju púttkvöldi en púttað var vikulega á þriðjudögum. Í ár var bætt við einu kvöldi svo alls töldu púttkvöldin níu skipti. Tveir hringir voru spilaðir hvert kvöld þar sem betri hringur taldi og til púttmeistara töldu 4 bestu hringirnir. Mótaröðinni lauk með krýningu á Púttmeistara GR kvenna 2018 í lokahófi á Korpunni þar sem konur gæddu sér á ljúfum veitingum frá Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Eftir að kylfingar höfðu frá byrjun skipst á að verma topp sæti keppninnar tryggði Lára Eymundsdóttir sér sigurinn í mótinu Lára spilaði vel á öllum púttkvöldunum en segja má að frammistaða hennar næstsíðasta skiptið þegar hún fór völlinn á 25 höggum, hafi fest hana í sessi á toppnum. Lára fór fjóra bestu hringina sína á samtals 105 höggum sem er besta frammistaða í þessari púttkeppni svo vitað sé, um árabil. Önnur í mótinu varð Írís Ægisdóttir á 110 höggum og jafnar í þriðja sæti voru Hrund Sigurhansdóttir og Kristín Hassing. Konur röðuðu sér svo þétt á eftir þeim efstu. Aldeilis flott frammistaða og örugglega ávísun á það sem koma skal hjá okkar konum í sumar. GR konur óska Láru Eymundsdóttur innilega til hamingju með frábæran árangur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==