Kylfingur 2018

I KYLFINGUR I 33 Nýjar og breyttar golfreglur 2019 Mikilvægustu breytingarnar sem hinn almenni kylfingur þarf að kunna skil á 1 Byrjum á að skoða skilgreiningu á því hvað svæðin á vell­ inum heita. Nú er hætt að tala um að vera á leið eða í vatnstorfæru, enda má nú setja rauða hæla víða, án þess að nokkurt vatn sé til staðar. Nú heitir það vítasvæði í stað torfæra. Gulir hælar eru ennþá til í reglunum en heimild fyrir rauðum hælum er orðin mjög víðtæk. Þá er talað um Almenna svæðið sem nær yfir allan völlinn nema teiga, flatir, glompur og vítasvæði. Vatnstorfærur kallast vítasvæði. 2 Rétt er að nefna að kylfulengd er nú lengsta kylfan í pokanum að pútternum frátöldum og skal hún notuð þegar bolti er látinn falla. 3 Með nýju reglunum hefur leikmaður aðeins 3 mínútur að leita að týndum bolta í stað 5 mínútna áður. 4 Ekki þarf að taka flaggstöngina úr holu áður en púttað er. Þannig getur til dæmis sá sem er langt frá flaggi púttað án þess að nokkur haldi við flaggið. 5 Í nýju reglunum má nú taka tveggja högga víti upp úr glompum. Ef leikmaður metur boltann ósláanlega í glompu þá er eins og áður hægt gegn einu vítishöggi að endurtaka síðasta högg, einnig gegn einu vítishöggi láta boltann falla innan glompunnar, en ekki nær holu. Eða þá þessi nýji möguleiki að láta boltann falla fyrir aftan glompuna gegn tveimur vítishöggum . 6 Ekki er lengur víti fyrir að stíga á, eða rekast í boltann sinn við leit, heldur er hann lagður á sinn stað ef hann hefur færst úr stað. 7 Ef leikmaður slær boltann óvart í eigin búnað eða ef boltinn fer óvart í leikmanninn þá er það vítislaust samkvæmt nýju reglunum. 8 Gefin er lausn, án vítis , allstaðar á Almenna svæðinu ef bolti er sokkinn í eigin fari . 9 Bolti á rangri flöt. Ekki er heimilt að leika af flötinni og nú verður leikmaður að láta bolta falla utan flatar þannig að staða leikmannsins sé utan flatarinnar . 10 Að láta bolta falla. Bolti skal nú látinn falla úr hné­ hæð en ekki axlarhæð eins og áur var. 11 Að tvíslá bolta telst nú bara sem eitt högg , þeas. vítislaust. 12 Varðandi glompur þá er fjálslegra að ganga um þær en áður. Tilfallandi snerting á sandi í glompu er án vítis . 13 Í nýju reglunum er leyfilegt án vítis að snerta vatn og jörð innan vítasvæðis með kylfunni. Lausung má nú fjarlægja allstaðar , líka í vítasvæðum og glompum en ef bolti færist við slíka aðgerð er hann settur á sinn stað gegn einu vítishöggi . 14 Bolti sem hreyfður af slysni á flötinni er lagður aftur á fyrri stað vítislaust. Rétt er að taka fram að ef náttúruöflin (svo sem vindur eða vatn) valda því að kyrr­ stæður bolti leikmannsins hreyfist er það vítislaust og leika verður boltanum frá nýja staðnum. Lagdfæra má svo til allar skemmdir á flötum. 15 Ef bolti leikmanns er skorðaður við flaggstöngina, sem er í holunni, telst hann í holu . 16 Ekki má leggja kylfu niður til aðstoða við miðun. Kylfuberi má ekki aðstoða við miðun. Golfreglurnar koma nú í tveimur útgáfum. Annars vegar ítarleg útgáfa með ítarlegum útskýringum og hins vegar leik­ mannaútgáfa fyrir almenna kylfinga. Kylfingar eru hvattir til þess að verða sér úti um leikmannaútgáfu reglnanna og kynna sér þær vel. Ný útgáfa af golfreglunum taka gildi 1. janúar 2019. Reynt er að nútímavæða reglurnar og reynt að auðvelda kylfingum að skilja reglurnar og að beita þeim. Með þessum breytingum er talið að kylfingum muni þykja nýju reglurnar sann­ gjarnari, einfaldari, meira aðlaðandi og betur sniðnar að þeim álitamálum sem golfíþróttin stendur frammi fyrir, svo sem um leikhraða og umhverfismál.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==