Kylfingur 2018

36 I KYLFINGUR I Hvenær varðstu félagi í GR? Eftir að hafa tekið þá frábæru ákvörðun að fara að stunda golf gerðist ég með­ limur í GR, það var árið 2008. Af hverju varð golf fyrir valinu? Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og þegar hætti að stunda fótboltann fannst mér ég verða að finna mér eitt­ hvert sport sem hentaði mér. Það liðu samt nokkur ár þar til ég fór að gefa mér tíma fyrir golfið, en þegar minn tími kom loksins, þá var ekki aftur snúið. Það sem hvatti mig einnig til að byrja var að maðurinn minn Hörður Theodórsson (Höddi) var (og er) í golf­ inu. Hann hefur leiðbeint mér mikið og verið ansi þolinmóður oft á tímum, við spilum mikið saman og sonur okkar sem er 11 ára er duglegur að koma með okkur. Ég veit fátt betra en að njóta sam­ verunnar á vellinummeð fjölskyldunni. Ég hef einnig kynnst alveg frábærum konum í golfinu sem ég spila reglulega með, það er sko ekki leiðinlegt. Hver er forgjöfin í dag? Í dag er hún 10,2 og stefni ég að sjálf­ sögðu á lækkun í sumar. Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar? Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf náð að lækka mig á hverju tímabili. Ég er keppnismanneskja, hef metnað og langar alltaf að bæta árangur minn. Þar sem ég hef átt frekar auðvelt að tileinka mér flestar íþróttir þá vildi ég að sjálfsögðu að boltinn færi að fljúga hátt og langt á fyrsta hringnummínum. En það var ekki alveg svo gott, það rauk oft vel úr mér þegar allt gekk ekki eins og ég vildi. Ég var ekki alltaf sú þolinmóðasta en Höddi náði að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg þróun og að ég væri bara góð miðað við stuttan tíma ... ég get líklega þakkað honum að ég hafi ekki hætt áður en ég fór að ná smá tökum og sjá framfarir. Ég hef verið mjög léleg að taka þátt í mótum og hef því engar frægðarsögur af mér þar. Hefurðu farið holu í höggi? Ekki enn orðið svo fræg að fara holu í höggi. Setti þó niður á 6. holu á Grafar­ kotsvellinum, var bara nokkuð sátt með það, þó það teljist ekki með. Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Það er einmitt svo gaman hversu margar skemmtilegar minningar verða til í golfinum. Við Höddi vorum að rifja það upp þegar vinur hans sem býr í Miami, ásamt konu sinni sem er þaðan, komu til Íslands fyrir nokkum árum. Konan hans var nýbúin að eignast sett og spila nokkrum sinnum með manni sínum í sólinni og blíðunni á Miami og óhætt að segja að byrjun golf ferilsins hafi lofað góðu. Hjónin tóku að sjálfsögðu settin með til landsins og var settur á dagur þar sem við ákváðum að spila fjögur saman á Akranesi. Þegar á völlinn var komið var mjög sterkur vindur og ekki spennandi aðstæður til að spila. Við létum að sjálfsögðu veðrið ekki stoppa okkur og börðumst í vindinum eins og sannir Íslendingar. En eins og áður kom fram, þá var ein í hópnum ekki íslensk og ekki vön að spila við þessar aðstæður. Hún þraukaði þó hringinn og var greinilegt að vindurinn hafði mikil áhrif á spilamennsku hennar, svo mikil að maðurinn hennar var farinn að gera athugasemdir, sem hittu ekki alltaf alveg í mark hjá konunni. Eftir hringinn sagði hún okkur að þessi vindur myndi kallast fellibylur á hennar heimaslóð­ um, við þessar aðstæður væri öllu lokað og fólk beðið að halda sig inni! Konan sem kom full eftirvæntingar og spennt að halda áfram að slá í gegn með nýju kylfunum sínum, var ekki svo ánægð með reynsluna á Akranesi. Þessi golfhringur varð til þess að hún pakkaði settinu og golfáhugi hennar hvarf útí veður og vind og hefur ekki fundist aftur. Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Ég tók þátt í kvennamóti á Hellu fyrir nokkrum árum og lenti í holli mað Karenu Sævarsdóttur. Ég sem var til­ tölulega nýbyrjuð í golfinu fannst þetta góð áskorun og fín reynsla. Hún sýndi marga góða takta og var mjög gott að spila með henni. Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? Það eru margir mjög góðir og flottir ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ! Lára Eymundsdóttir kennari: Lára Eymundsdóttir, nýkrýndur púttmeistari kvenna veturinn 2018.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==