Kylfingur 2018

38 I KYLFINGUR I vellir hér á Íslandi. Ég á alveg einstak­ lega góðar minningar frá Hamarsvelli í Borgarnesi og finnst algjörlega frábært að spila þann völl í flottu veðri og í góðum félagsskap. Champions Gate í Orlando er með betri völlum sem ég hef spilað á, fallegur, skemmtilegur og góður völlur. Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Ég er mjög sátt í GR. Það er frábært að hafa þessa fjölbreytni, svo mikið af skemmtilegum og krefjandi brautum. Oft erfitt að ná rástíma þegar vellirnir opna á vorin og á ákveðnum tímum dags og finnst mér því mjög dapurt þegar fjöldi fólk skráir sig og mætir svo ekki. Það mætti taka betur á þessu. Inniaðstaða yfir vetrartímann mættu vera betri og verður vonandi bætt úr því fljótlega. Eitthvað að lokum? Finnst tilvalið að enda þetta á því að hrósa dömunum í stjórninni í Kvenna­ starfi GR. Þær eiga svo sannarlega skilið hrós fyrir óeigingjarnt og krefj­ andi starf. Ég hlakka til að taka þátt í þeim uppákomum sem þær sjá fyrir í sumar og vona að sem flestar konur taki þátt. Sjáumst hressar á vellinum og eigið ánægjulegt og gott golfsumar. Lára á teig á Champions Gate í Orlando. Íslandsmót unglinga 2017 fór fram á Garðavelli á Akranesi. Alls voru átta Íslandsmeistarar krýndir á mótinu en um 150 keppendur tóku þátt. Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur voru sigursælir og fékk GR alls fimm Íslandsmeistaratitla af alls átta sem voru í boði. Keppt var í fyrsta sinn í flokki 19-21 árs á Íslands­ mótinu. Hér að neðan er árangur okkar GR-inga. 19-21 árs (hvítir teigar) 1. Jóhannes Guðmundsson, 220 högg 17-18 ára (hvítir teigar): 1. Ingvar Andri Magnússon, 226 högg 2. Viktor Ingi Einarsson, 228 högg 15 -16 ára (bláir teigar): 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 259 högg 15 -16 ára (hvítir teigar): 1. Dagbjartur Sigurbrandsson, 230 högg 14 og yngri (bláir teigar): 1. Böðvar Bragi Pálsson, 224 högg 5 titlar til GR ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐIN 2017 Jóhannes. Jóhanna Lea. Viktor Ingi og Ingvar Andri. Dagbjartur og Böðvar Bragi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==