Kylfingur 2018
40 I KYLFINGUR I Samsung-Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli föstudaginn 14. september s.l. Þetta var í 14. skiptið sem Unglinga einvígið er haldið, en mótið er á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Samsung-Unglingaeinvígið er boðs mót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Íslandsbankamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka. Undankeppnin hófst kl. 12:30 en þar mættu til leiks 10 kylfingar í hverjum aldursflokki. Þrír keppendur úr hverj um aldursflokki komust síðan áfram í sjálft einvígið. Mótið er leikið eftir svokölluðu shoot out fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hefja leik og dettur einn leikmaður út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Var það GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson sem stóð uppi sem sigurvegari. Dagbjartur sigraði í Samsung- unglingaeinvíginu Dagbjartur Sigurbrandsson. Mynd/GM Hinn árlegi Formannabikar GR var haldinn á Grafarholtsvelli þriðju daginn 18. september. Um er að ræða árlegt mót þar sem Golfklúbbur Reykjavíkur býður fyrrverandi og núverandi stjórnarmönnum GR til leiks. Að móti loknu var boðið til kvöldverðar klúbbhúsinu Grafarholti og sigurvegari mótsins krýndur. Í ár var það golfkennarinn okkar síkáti, Sigurður Hafsteinsson, sem sigraði mótið. Sigurður spilaði á 72 höggum og var þar að auki með 39 punktar sem þýðir lækkun á forgjöf hjá okkar manni. Samhliða verðlaunaafhendingu for núverandi formaður okkar Björn Víglundsson yfir þau mál sem stjórn félagsins er að vinna að fyrir hönd félagsins. Ljóst er að spennandi uppbyggingartími er í vændum hjá GR sem kynnt verður félagsmönnum á næstu mánuðum. Golfklúbbur Reykjavíkur óskar Sigurði til hamingju með sigur í For mannabikarnum 2018. Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur stóðu sig einstaklega á Íslandsmót golfklúbba yngri kylfinga. Í flokki 15 ára og yngri stúlkna tryggði A-sveit GR sér Íslandsmeistara titilinn og B-sveitin hafnaði í þriðja sæti eftir bráðabana. Í drengjaflokki 15 ára og yngri endaði A-sveit GR í öðru sæti eftir spennandi úrslitaleik við A-sveit GKG sem tryggði sér sigurinn þetta árið. Í flokki 18 ára og yngri hafnaði A-sveit GR í öðru sæti eftir æsispennandi úrslitaleik við sveit GM. Ljóst er að framtíðin er björt hjá yngri kylfingum klúbbsins og óskum við þeim öllum innilega til hamingju. SigurðurHafsteinsson sigraði Formannabikarinn2018 Stúlknasveit GR Íslandsmeistari í flokki 15 ára ogyngri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==