Kylfingur 2018
42 I KYLFINGUR I Holukeppni GR er nýjung fyrir félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur sem haldin var í fyrsta skipti á síðasta ári. Á árum áður hafa verið holukeppnir hjá klúbbnum en það eru mörg ár síðan og nú var keppnin haldin með nýju sniði. Bílaumboðið Askja var styrktaraðili keppninnar sem hlaut nafnið Mercedes-Benz bikarinn - holukeppni GR. Óhætt er að segja að þessi keppni hafi heppnast vel og vakið mikla athygli meðal félagsmanna. Settar voru upp stórar töflur í báðum klúbbhúsum sem sýndu hverjir mætt ust í hverri umferð. Keppnin var fjölmenn, en það voru 128 keppendur sem komust í holukeppnina sem leikin var með útsláttarfyrirkomulagi. Keppnin hófst með forkeppni og síðan tók við holukeppnin sem stóð allt sumarið. Forkeppnin hófst 13. maí og að henni lokinni hófst holukeppnin. Í 128 manna útsláttarkeppni þarf að leika 7 umferðir. Gefa þurfti tíma á milli umferða. Gefnar voru 3 vikur í fyrstu umferðina, en keppendur mæltu sér mót og komu sér saman um leik tíma, innan auglýstra tímamarka. Næsta umferð stóð í 2 vikur og eftir hverja umferð var auglýstur frestur til þess að ljúka næstu umferð. Úrslitaleikurinn var síðan leikinn um miðjan september. Keppin hófst á forkeppni sem stóð í viku. Forkeppnin var punktakeppni Stableford, fólk mátti leika fleiri en einn hring, reyndar daglega ef það vildi meðan á forkeppninni stóð. Punktahæsti hringurinn gilti hjá hverjum keppanda. Það voru 128 punktahæstu keppendurnir sem komust í holu keppnina. Þegar forkeppninni lauk var dregið um það hverjir myndu mætast í fyrstu umferð. Nöfn keppenda voru sett inn í töfluskipulagið sem sýndi hverjir myndu mætast í næstu umferðum. Vel gekk að halda þau tímamörk sem keppendur höfðu til þess að ljúka leik í hverri umferð. Keppendur komu sér saman um leikdag og völl og skiluðu úrslitum inn á netfang holukeppninnar. Ekki voru gefnir frestir enda þurfti skipulagið að halda til þess að hægt væri að klára svona stórt mót. Þetta gekk ótrúlega vel og mótið gekk vel fyrir sig. Margar skemmtilegar sögur bárust af spennandi viður eignum og ljóst var að keppendur skemmtu sér vel að keppa í þessu frábæra fyrirkomulagi sem holukeppni er. Í keppni milli tveggja meistarflokkskylfinga fengu báðir keppendur 7 fugla á hringnum í frábærri keppni. En annar þeirra varð að detta út enda um útsláttarkeppni að ræða. Í öðrum leik vann keppandi með 20 í forgjöf annan keppanda sem var með 6 í forgjöf. Keppt var með fullum forgjafarmun, þannig að forgjafarhærri leikmaðurinn nýtti forgjafarmismuninn á Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR 2017
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==