Kylfingur 2018
I KYLFINGUR I 45 Að loknu lokahófi og verðlaunaafhendingu, f.v.: Atli Þorvaldsson mótsstjóri, Arna Rut Hjartardóttir markaðsfulltrúi Öskju, Böðvar Bragi Pálsson sigurvegari, Hjörtur Ingþórsson lenti í öðru sæti og Ómar Örn Friðriksson framkvæmdastjóri GR. erfiðustu holum. Þetta gerir það að verkum að allir eiga möguleika í þessari keppni. Mótinu lauk á æsispennandi og vel leiknum úrslitaleik milli Böðvars Braga Pálssonar og Hjartar Ingþórssonar. Þeir voru báðir búnir að slá út sex mótherja til þess að komast í úrslitaleikinn, þannig að ekki kom á óvart að hart væri barist. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli, en leiknar voru lykkjurnar Landið-Áin. Úrslit réðust ekki fyrr en á 18. holu og stóð Böðvar Bragi uppi sem sigurvegari í Mercedes-Benz bikarn um. Vegleg verðlaun voru veitt í mótinu en sigurvegari Mercedes-Benz bikarsins hlaut í verðlaun árgjald í GR fyrir árið 2018 og afnot að Mercedes-Benz bifreið í heila viku. Verðlaun fyrir annað sætið var flugmiði til Evrópu auk afnota af Mercedes-Benz bifreið í heila viku. Í lok sumars var öllum keppendum mótsins boðið til lokahófs í boði Mercedes- Benz á Korpúlfsstöðum. Um var að ræða glæsilegt lokahóf þar sem ýmsir vinningar voru dregnir út. Meðal annars var dregið út gjafabréf til Evrópu. Atli Þorvaldsson. Að lokum eru hér nokkrar tölulegar upplýsingar úr keppninni: • Fjöldi keppenda í forkeppninni var 140 • 20 keppendur léku oftar en einn hring í forkeppninni • 128 keppendur komust áfram úr forkeppni • Meðalpunktafjöldi þeirra sem komust áfram var 31 punktur • Holukeppnin hófst 21. maí að lokinni forkeppni • Holukeppninni lauk með úrslitaleik 14. september • Leiknir voru 127 holukeppnisleikir í Mercedes-Benz bikarnum • Meðalforgjöf keppenda í upphafi móts var 12,5 • Í 126 fyrstu leikjunum fóru leikir þannig: • Í 45 leikjum vann keppandi með hærri forgjöf • Í 81 leik vann keppandi með lægri forgjöf • Að meðaltali munaði 5,7 höggum á forgjöf keppenda
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==