Kylfingur 2018

I KYLFINGUR I 5 Kæru félagar. Þá er Aðalfundur 2018 afstaðinn. Ég vil byrja á því að þakka fyrir það traust sem mér er sýnt og hef ég því mitt fimmta starfsár sem formaður GR. Tíminn er fljótur að líða og mér finnst eins og ég hafi tekið við þessu verkefni í gær. En það er líka margt spennandi fram undan og mörg verk óunnin. Ég vil líka þakka stjórn og starfsfólki GR fyrir gott ár. Rekstrarniðurstaða klúbbsins er mjög ásættanleg, okkur tókst að greiða upp allar skuldir á árinu og skila ágætum afgangi. Því er ekki síst að þakka góðu starfi þeirra sem fyrir klúbbinn starfa og færi ég starfsfólki og framkvæmdastjóra mínar bestu þakkir. Því höfum við getað lagt 50 m.kr. til hliðar í sérstakan framkvæmdarsjóð og er það markmið stjórnar að halda áfram að leggja til hliðar næstu árin til þess að mæta þeim framkvæmdum sem stefnt er að á næstu árum. Árið sem nú er að líða verður ekki endilega í minnum haft sem besta golfár sögunnar. Til þess var vökvunarkerfi almættisins allt of duglegt. En það sem við munum minnast er að leikið var golf inn á sumarflatir næstum alla daga í nóvember og lokaði völlurinn ekki fyrr en í síðustu viku mánaðarins. Það þykir góður sumarauki og nýttu fjölmargir sér það að geta leikið golf í skammdeginu. Á Aðalfundi er hefð fyrir því að veita Háttvísibikarinn, en hann er gjöf GSÍ, ætlaður þeim sem þykir hafa skarað fram úr er varðar góða ástundun og háttvísi í barna- og unglingastarfi klúbbsins. Að þessu sinni hlaut Elvar Már Kristinsson bikarinn. Er hann vel að þessari viðurkenningu kominn og óska ég honum til hamingju með heiðurinn. Svo voru þær skemmtilegu fréttir að berast að GSÍ valdi okkar mann, Harald Franklín Magnús, og Valdísi Þóru Jónsdóttur kylfinga ársins 2018. Að lokum vil ég þakka félagsmönnum öllum fyrir golfsumarið 2018 með von um að golfguðirnir verði okkur hliðhollir á komandi ári. Ég óska félagsmönnum GR og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með GR kveðju, Björn Víglundsson Kylfingur – 1. tbl. 2018 – Útgefandi: Golfklúbbur Reykjavíkur – Ábm.: Ómar Örn Friðriksson – Ritstjóri: Halldór B. Kristjánsson. Ljósmyndir: Frosti Eiðsson, Grímur Kolbeinsson, Páll Ketilsson, GSÍ og margir fleiri. Prófarkalestur: Auðbjörg Erlingsdóttir – Hönnun og umbrot: Halldór B. Kristjánsson / Leturval. Stjórn Björn Víglundsson formaður, Ragnar Baldursson vara­ formaður, Guðný Helga Guðmundsdóttir gjaldkeri, Anna Björk Birgisdóttir, Elín Sveinsdóttir, Ólafur William Hand og Margeir Vilhjálmsson. Í varastjórn eru: Jón B. Stefánsson, Atli Þór Þorvaldsson og Sigurður H. Hafsteinsson. Framkvæmdastjóri Ómar Örn Friðriksson. Nefndir: Fjárhagsnefnd Guðný Helga Guðmundsdóttir. Ungmenna- og afreksnefnd Ragnar Baldursson og Elín Sveinsdóttir. Forgjafar- og aganefnd Ólafur Arinbjörn Sigurðsson og Stefán Pálsson. Mannvirkjanefnd Ragnar Baldursson, Ólafur William Hand og Anna Björk Birgisdóttir. Vallanefnd / Framtíðarnefnd Björn Víglundsson, Jón B. Stefánsson og Margeir Vilhjálmsson. Félagsstarf og upplýsinga- miðlun Ólafur William Hand, Anna Björk Birgisdóttir, Margeir Vilhjálmsson, Jón B. Stefánsson og Elín Sveinsdóttir. Kjörnefnd Guðmundur Björnsson, Bernhard Bogason og Helga Hilmarsdóttir Kvenna- og skemmtinefnd Elín Sveinsdóttir formaður, Eygló Grímsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Guðný S. Guð­ laugsdóttir, Íris Ægisdóttir, Ragnheiður Helga Gústafs­ dóttir, Sandra Margrét Björgvinsdóttir, Sigríður Oddný Marinósdóttir, Unnur Einarsdóttir. Öldunganefnd Jón B. Stefánsson, Margeir Vil- hjálmsson, Margrét Geirsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir. Ávarp formanns Golfklúbbs Reykjavíkur Kylfingur – breyttur útgáfutími Ritstjóri vill taka það fram að þegar ákveðið var í vor að Kylfingur kæmi út í lok árs en ekki eins og venjan hefur verið, var blaðið komið vel á veg í vinnslu, og lesendur beðnir að hafa það í huga að mikið af efni blaðsins var unnið á vormánuðum og öll viðtöl í blaðinu voru tekin þá. Forsíðumyndin Haraldur Franklín Magnús náði þeim eftirminnilega og frábæra árangri, fyrstur íslenskra karlmanna, að komast inn á Opna Breska-mótið,. Eins og sjá má á myndinni naut hann sín vel á stóra sviðinu. Ljósmynd: Páll Ketilsson, 2018.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==