Kylfingur 2018
50 I KYLFINGUR I Haraldur Franklín gerir upp Opna mótið: Hefði viljað nýta tækifærið betur Haraldur Franklín Magnús segir að Opna mótið á Carnoustie hafi verið mesta upplifun hans á golfferlinum en hann hefði viljað ná betri árangri. Stökkið frá minni mótaröðum á stærsta sviðið í golfheiminum hafi þó kannski verið of stórt. Páll Ketilsson, ritstjóri kylfings.is, ræddi við Harald Magnús eins og hann var kallaður í Skotlandi um upplifunina, golfhring ina á mótinu, markmiðin og árang urinn. Hvernig líður þér að loknu móti? Pínu svekktur að hafa ekki verið betri en gaman að sjá Íslendinga koma til að styðja mig. Hvað var það sem ekki gekk upp hjá þér? Það er erfitt að segja. Kannski aðeins of ör. Ég spilaði nokkuð vel, fannst mér, en völlurinn er fljótur að refsa ef maður gerir mistök. Þegar þú horfir til baka hefðirðu getað undirbúið þig betur? Ég held að það sé erfitt að undirbúa sig undir svona nokkuð. Hefði kannski þurft að spila hér oftar. Er þetta ekki sérstök tilfinning að vera á stærsta sviði golfsins? Jú, að vera kominn á eitt stærsta mótið er stórt stökk og krefjandi fyrir mann eins og mig. Maður verður bara að leggja harðar að sér. Hver er helsti munurinn að vera hér og á skandinavísku mótaröðinni? Til að byrja með er það áhorfenda fjöldinn, ekki slíku vanur, svo er það pressan og allar stjörnurnar í kringum mann á æfingasvæðinu gera þetta óraunverulegt. Þú sagðir okkur fjölmiðlamönnum að þú hafir hreinlega titrað á 1. teig, var það raunin? Jú, jú, ég skalf á beinunum. Hugsaði bara um að koma boltanum í leik og svo fékk ég par á fyrstu og var mjög ánægður með það. Svo kom skolli á 2. braut og smá bras á þér til að byrja með en svo sóttir þú í þig veðrið?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==