Kylfingur 2018

I KYLFINGUR I 9 Árlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna, þar sem til­ kynnt var um íþróttamann ársins, var haldið í Hörpu 28. desember sl. Samtök íþróttafréttamanna standa að kjör­ inu og var þetta í 62. sinn sem íþróttamaður ársins er val­ inn. Þetta er í fyrsta sinn sem kylf­ ingur hlýtur titilinn og í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem ný íþróttagrein eignast íþróttamann ársins. Ólafía er vel að viðurkenningunni komin eftir frammistöðu sína á LPGA atvinnumótamótaröðinni sem hún keppti á sínu fyrsta tímabili nú á árinu og náði, eins og kunn­ ugt er, frábærum árangri. Hún endaði í 74. sæti á stigalista móta­ raðarinnar, sem ekki aðeins veitir henni þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili, heldur veitir henni einnig forgang á öll LPGA mót næsta árs. Ólafía tók þátt í þremur af fimm risamótum ársins og varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í golfi. Hún var einn­ ig valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar sem keppti á Drottningarmótinu í Japan. Alls tók Ólafía Þórunn þátt í 26 mótum á LPGAmótaröðinni í ár. Hennar besti árangur var 4. sæti sem hún náði á Indy Women in Tech mótinu í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri nýliða í sögu mótaraðarinnar. Ólafía fór upp í 179. sæti heimslistans í golfi, sem er besti árangur íslensks kylfings, en hún stökk upp um 420 sæti á árinu. Árangurinn styrkir stöðu Ólafíu á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Aðrir sem tilnefndir voru til íþrótta­ manns ársins voru: Aníta Hinriksdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdótt­ ir. Við erum gríðarlega stolt af árangri Ólafíu Þórunnar á árinu og óskum henni innilega til hamingju með titilinn Íþróttamaður ársins 2017. Íþróttamaður ársins 2017 í góðum félagsskap í Hörpu. F.v.: Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Lílja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Mynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íþróttamaður ársins 2017

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==