Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 11 arið, en svo getur það verið þannig að sama hvað þú setur mikið í vallar­ framkvæmdir og fyrirbyggjandi að­ gerðir þá er það samt alltaf móðir náttúra sem hefur síðasta orðið. Til dæmis litu flatirnar mjög vel út í febrúar í hittifyrra. Ég fór í frí til Bret­ lands og kom aftur í mars. Þá hafði staðan gjörbreyst. Aðstæður eru ólíkar hérna á Íslandi því sem ég hef átt að venjast. Það er því mikilvægt að læra á aðstæður og finna leiðir til þess að bregðast við. Hérna geta aðstæður verið þannig að þú sérð ekki grasið í þrjá mánuði yfir veturinn. Þó flatirnar líti vel út í febrúar þá er ekki þar með sagt að það haldist því það skiptir svo miklu máli hvernig aðstæður eru upp úr miðjum mars, sem er mjög við­ kvæmur tími fyrir grassvörðinn. Þegar líður að vori og gróður vaknar úr vetrardvala þá geta komið í ljós kal­ skemmdir eða sýkingar. Eftir fyrsta árið mitt hérna var völlurinn frábær að vori. Menn höfðu aldrei séð annað eins. Svo fáum við næsta ár aðstæður sem eru slæmar veðurfarslega. Upp koma sveppasýkingar, en við komumst í gegnum það. Margir meðlimir klúbbs­ ins sætta sig við þetta. Fólk segir að Grafarholtið sé síðsumarsvöllur og gerir ekki ráð fyrir góðum flötum í byrjun sumar. Þetta er menningar­ munur á milli landa og mikil viðbrigði fyrir mig. Þann tíma sem ég hef verið hérna hef ég kynnt mér aðstæður hér á landi vel. Talað við íslenska vallar­ stjóra og helstu sérfræðinga í faginu. Ég hef leitað ráða því margt sem er gert hér á landi er ekki gert í Englandi yfir vetrarmánuðina. Síðustu tvö sum­ ur höfum við lent í erfiðleikum með að opna völlinn, í því sem ég myndi kalla viðunandi ástandi. Þó hefur mér verið sagt af mörgum að þetta sé betra ástand en mörg undanfarin ár. Það er hins vegar mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við það. Ég er ekki sáttur við að völlurinn sé ekki orðinn góður fyrr en í ágúst. Ég myndi vilja opna völlinn á hverju ári alltaf með góðum flötum. Ég er því alltaf að leita að nýjum leiðum; getum við gert frekari ráðstafanir út af snjónum, út af klakanum, það hlýtur að vera eitthvað sem við getum gert til þess að lágmarka skemmdir á vellinum. Margir vallarstjórar á Íslandi hafa sagt mér að ég verði að sætta mig við að svona sé þetta bara hérna. Þetta á almennt við um golfvelli hér, ef við fáum mildan vetur getum við opnað vellina fyrr. Grafarholtsvöllur situr hins vegar frekar hátt, hann er hærra yfir sjávarmáli en flestir vellir í kring. Hitastigið er því lægra. Völlurinn er staðsettur í eins konar skál. Hitastigið á Korpu getur verið 6°C en 4°C í Grafar­ holti á sama tíma. Og þessar tvær gráður geta gert gæfumuninn. Snjór getur setið tveimur vikum lengur í Grafarholti en á Korpu. Völlurinn verð­ ur því oftast seinni til. Gróður er að jafnaði tveimur vikum fyrr að koma til á Korpunni. Það hefur þó gengið vel að koma vellinum í gang og völlurinn verið opnaður fljótlega á eftir Korpunni. Þó að veðrið skipti miklu máli þá er ýmislegt hægt að gera og undanfarin ár hefur margt tekist vel. Völlurinn hefur verið í frábæru standi í sumar. Við höfum verið lánsamir með sumar­ Fjölskyldan í Leifsstöð á leiðinni til Bretlands. Frá vinsti talið eru Róbert William, Freyja Líf, Anna Heiða, Darren Lee William og Jón Anton Lee.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==