Kylfingur 2019

12 I KYLFINGUR I starfsfólk, sem hefur sinnt sínum störf­ um mjög vel. Þá er líka mikilvægt að hafa starfsmann eins og Bjarna Grétar við hlið sér sem hefur unnið hérna mjög lengi og þekkir hverja þúfu á vellinum. Hvað myndirðu helst vilja ráðast í að gera við völlinn? Ég myndi vilja hafa meira samræmi í flötunum. Við erum með átján flatir, en það er ekki sami jarðvegur undir þeim öllum. Sumar eru með sand­ undirlagi, sumar eru uppbyggðar með öðru undirlagi. Við þurfum að gera áætlun um endurbætur á flötum vallarins. Taka nokkur ár í að gera allar flatir sambærilegar. Margir eru sáttir við hvernig hlutirnir eru, en þeir gætu verið ennþá betri. Ef við tökum þrjár holur í gegn og lögum þær þá er það búið. En það er ekki gott ef það líða síðan mörg ár áður en ráðist er í næstu flatir. Það þarf að gera áætlun sem tímasetur verkefnið í heild. Engin flöt hefur verið tekin í gegn í Grafarholti í fimmtán ár. Fólk er örugglega ekki sátt við frostlyftinguna og skemmdir sem verða á flötum. Menn láta sig samt hafa það af því að þetta er Grafarholtið. Við getum hins vegar bætt völlinn. Þetta hefur verið frábært ár veður­ farslega. Við fengum samt sýkingu í flatir í maí en við komumst yfir það. Árið áður fengum við klakaskemmdir. Við komumst líka yfir það. Það voru skemmdir á um 95% af 7. flötinni en núna er 7. flötin ein af þeim bestu á vellinum. Það má hins vegar ekki slaka á verðinum hvað varðar Grafarholts­ völlinn. Við erum komnir með snjó­ blásara og miklu betri búnað til þess að takast á við veturinn. Við höfum því meiri getu til þess að takast á við hluti sem skila okkur betri velli að vori. Það tókst vel til í ár og völlurinn var frábær á Íslandsmótinu í sumar. Þegar vel tekst til og völlurinn er í frábæru standi eins hann hefur verið í sumar, þá vill fólk hafa hann svona áfram. Það er því mjög mikilvægt að við séum í stöðu til þess að takast á við frostlyftinguna í vellinum, getum lagað flatir þannig að til dæmis renni vatn af flötum frekar en að safnast fyrir á þeim. Þetta er hægt að gera með því að stjórna vatns­ búskapnum, þurrka völlinn þar sem þörf er á, jafna landslag á réttum stöð­ um, velja réttar grastegundir fyrir flatirnar. Ég tel að hægt sé að gera Grafarholtsvöllinn alveg stórkostlegan. En hann þarfnast þess núna að fjárfest sé í endurbótum. Hvernig er umgengni kylfinga um völlinn? Ég hef rætt við marga kylfinga í sumar og mörgum þeirra finnst að þarna sé hægt að bæta mikið úr. Fólk þarf að vera duglegra að laga boltaför á flötum og eins torfusnepla á brautum. Ég held reyndar ekki að þetta sé séríslenskt vandamál, heldur sé þetta svona um allan heim. Við þurfum að vera dug­ legri að koma skilaboðum til kylfinga um að gera við boltaför og laga torfusnepla. Það þarf ekki endilega að vera eftir kylfinginn sjálfan, heldur má fólk endilega laga þær skemmdir sem verða á vegi þess. Það er sárt að sjá torfufar eftir kylfu við holuna á 8. flöt svo dæmi sé tekið. Fólk getur verið pirrað úti á golfvellinum eftir mis­ heppnað högg eða pútt, en ekki taka það út á vellinum. Það er ekki vallar­ starfsmönnum að kenna að kylf­ ingurinn á misheppnað pútt. En nú þarf starfsmaður og fara í viðgerðir á flöt. Hinn almenni kylfingur má vera meðvitaðri um að hann geti lagt sitt af mörkum til þess að gera völlinn betri. Ef við sendum tvo starfsmenn út á völl til þess að laga torfusnepla þá eru þeir að verja tíma í vinnu sem kylfingar ættu að geta lagað sjálfir. Eins með boltaför á flötum. Ef við tækjum eina flöt og settum tí eða golfbolta í hvert boltafar, þá held ég að fólki myndi bregða ansi mikið við að sjá hvað þetta er mikið. Hér eru kannski leiknir 200 golfhringir á dag. Það er því ansi mikið af boltaförum sem verða til á einum venjulegum golfdegi. Ástæðan er samt örugglega ekki að kylfingar vilji ekki sinna þessu. Það er frekar að þetta gleymist, fólk drífur sig af stað, er að reyna að halda uppi leikhraða, er of upptekið við púttlínuna á flötinni, en gleymir að laga boltafarið eða gefur sér ekki tíma til þess. Þetta er samt auðvelt að gera án þess að tefja leik. Það er hægt að laga boltafar á flöt meðan annar er að pútta, þú lagar torfusnepil þegar þú ert nýbúinn að slá. Hjálpið okkur að gera völlinn betri fyrir ykkur. „Ef við sendum tvo starfsmenn út á völl til þess að laga torfusnepla þá er eru þeir að verja tíma í vinnu sem kylfingar ættu að geta lagað sjálfir. Eins með boltaför á flötum“

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==