Kylfingur 2019

14 I KYLFINGUR I Helstu þættir nýja forgjafarkerfisins: • Vallarmat og vægi vallar • Lágmarksfjöldi af skorum til þess að fá grunnforgjöf • Leyfileg skor til forgjafar • Hámarksskor á holu við forgjafarútreikning • Útreikningur á leikforgjöf • Leiðréttingar vegna óeðlilegra leik aðstæðna Þegar kylfingur hittir einhvern sem segist spila golf þá er yfirleitt fyrsta spurningin hvað viðkomandi sé með í forgjöf. Eitt helsta sérkenni golfíþróttarinnar er að keppendur af ólíku getustigi geti keppt sín á milli á jafnréttisgrundvelli. Það er þó munur á því hvernig forgjöf er reiknuð og hvernig leikforgjöf er útfærð. Það eru til 6 mismunandi forgjafarkerfi í heiminum. Nú hafa golfsambönd allra landa þar sem golf er leikið samþykkt að taka í notkun nýtt samræmt forgjafar­ kerfi sem tekur gildi árið 2020. Kylfingar um allan heim munu því notast við sama sama forgjafakerfi. Á Íslandi hefur verið notast við kerfið frá Golfsambandi Evrópu (EGA), sem byggir á Stableford punktum og vallar­ matskerfi sem gefur kyflingum misháa leikforgjöf eftir því hve völlurinn er metinn erfiður frá þeim teigum sem leikið er af. Þetta er útfært með aðeins öðrum hætti í Bandaríkj­ unum og enn öðrum hætti í Bretlandi svo dæmi séu tekin. Útreikningar verða í tölvukerfum golfsambanda, þannig að kylfingur skráir skor rafrænt, í tölvu eða appi og kerfið reiknar út forgjafarbreytingar. Hér verður farið yfir helstu þætti nýja forgjafarkerfisins. Vallarmat og vægi Vallarmat og vægi vallar verður óbreytt í nýja kerfinu frá því sem við þekkjum hér á Íslandi. Notast verður áfram við forgjafartöflur sem sýna hvaða vallarforgjöf fólk fær frá þeim teigum sem það ætlar að leika af. Lágmarksfjöldi skora til þess að fá forgjöf Fyrir nýja kylfinga sem ekki eru komnir með forgjöf, þarf að skrá inn 3–6 hringjum, 54 holur alls. Þetta geta verið þrír 18 holu hringir eða sex 9 holu hringir eða einhver blanda af þessu. Hæsta mögulega forgjöf er 54 högg. Leyfileg skor til forgjafar WHS forgjafarkerfið er hannað með það í huga að auðvelt sé að skila inn forgjafarhringjum og eftir því sem skorin eru fleiri sem skilað er inn þá endurspeglar forgjöfin betur getu kylfingsins. Hægt verður að skila inn bæði 9 holu og 18 holu hringjum til forgjafar og hvort sem er höggleikur eða Stable­ ford punktar. Þetta á við um bæði mótahringi og golfhringi með vinum. Ekki er hægt að skila inn til forgjafar skori úr scramble keppnum eða fyrirkomulagi þar sem kylfingar slá til skiptis. Hámarksskor á holu í forgjafarútreikningi Til þess að höggleiksskor skekkji ekki forgjafarútreikning þá er hámarksskor á holu notað við forgjafarútreikning. Há­ marksskor á holu er tvöfaldur skolli að viðbættum forgjafar­ höggum sem kylfingur hefur á viðkomandi holu. Þetta er punktalaus hola í Stableford keppni. Fyrir kylfing með 18 í vallarforgjöf jafngildir þetta 7 höggum á par 4 holu, sem er lægsta punktalausa skorið á viðkomandi holu. Útreikningur til forgjafar Eftir hvern hring reiknar kerfið út hvaða forgjöf hefði endurspeglað skor dagsins. Meðaltalið af 8 bestu hringj­ unumaf síðustu 20 forgjafarhringjumgildir semgrunnforgjöf kylfings. Auk þess eru tvær reiknireglur samhliða þess. Annars vegar er það ef kylfingur skilar inn skori sem er 7 höggum eða meira undir forgjöf kylfingsins þá fær hann eitt eða tvö högg til lækkunar á forgjöf, eftir því hvað skorið er gott. Þetta jafngildir í raun 43 punktum eða betra. Hin reglan takmarkar forgjafar­ hækkun þannig að kylfingur getur ekki hækkað um meira en 5 högg í forgjöf á 12 mán­ aða tímabili. Leiðrétting vegna óeðlilegra vallar- eða veðuraðstæðna Ef skor dagsins eru með óeðlileg frávik frá því sem vænta mátti, þá reiknast leið­ rétting á skorið og það getur bæði orðið til hækkunar og lækkunar. NÝJA FORGJAFARKERFIÐ World Handicap System (WHS)

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==