Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 17 Í apríl sl. var undirritaður samningur um rekstur veitingasölu í klúbbhúsi Korpu til næstu fjögurra ára. Það eru hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem hafa tekið við rekstrinum en þau komu að rekstri golfskálans í Grafar­ holti á síðasta ári og eru því félagsmönnum kunn. Um leið og við bjóðum þau Guðmund og Mjöll velkomin viljum við þakka Herði Traustasyni og hans góða fólki fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna á undanförnum árum og óskum þeim alls hins besta á nýjum slóðum. Þau Guðmundur og Mjöll hafa komið víða við í veitinga­ rekstri í gegnum árin og ráku meðal annars Kaffivagninn á Granda. Auk þess hafa þau séð um rekstur veiðihúsa – í Norðurá, Langá, Hítará og Laxá í Dölum en á þeim tíma var veiðin einnig þeirra helsta áhugamál, í dag hefur golfið tekið yfirhöndina og liggur því beinast við að koma að rekstri sem tengir þau áhugamálinu. Matseðillinn sem félagsmenn kynntust á Korpunni í sumar var fjölbreyttur og var ekki annað að sjá en að félagsmenn og fleiri létu sér vel líka enda veitingasalurinn þétt setinn á hverju kvöldi. Kylfingur forvitnaðist um þeirra hag að loknu fyrsta starfs­ ári og varð Mjöll fyrir svörum. Hvað eruð þið að gera núna? Eftir að við lokuðum þann 1. október fórum við í frí til Spánar. Erum búin að njóta þess að slaka á og að sjálfsögðu spila fullt af flottum golfvöllum. Hvernig tóku GR-ingar á móti ykkur? Mjög vel, sólin skein frá 1. maí til 30. september, gat ekki verið betra veður fyrir okkur að hefja rekstur, alltaf fullt af fólki og ekki var annað að sjá en allir væru rosalega ánægðir með matseðilinn hjá okkur. Þetta gekk allt upp, gott veður og heppin með frábært starfsfólk. Þetta eru að vísu mjög langar vaktir, frá klukkan 7:30 á morgnana til 23:00. Við hjónin stóðum vaktina í allt sumar og fengum að kynnast GR-ingum og öðrum félagsmönnum vel þar sem við erum sjálf ný byrjuð í golfi. Vinsælasti rétturinn? Fiskipannan okkar var geysivinsæl ásamt þorskhnakkanum með fínsöxuðu grænmeti, kartöflusmælki, rækjum, gratin­ eraður með Bernasiesósu – þessi réttur getur ekki klikkað. Einhver minnistæð atvik sem komu uppá? Já, það var brotist inn hjá okkur aðfaranótt 1. maí, daginn sem við vorum að fara að opna. Við mættum upp í Korpu um 5:30 þann morgun til að þrífa eftir innbrotið, en fall er fararheill, sem kom svo á daginn þar sem allt gekk mjög vel hjá okkur og svo ekki sé minnst á að við hjónin fórum bæði á erni í sumar, ég á 14. brautinni, par 4, á Ánni og Gummi á 1. braut á Sjónum sem er par 5 eins og allir vita. Íslenskt sumar kallar á langar vaktir komust þið eitthvað í golf? Jájá, við gáfum okkur alveg tíma, reyndar oft ekki fyrr en seint á kvöldin, tókum þá 9 holur. Þá var ekkert talað um mat eða annað sem tengdist vinnunni. Gott að hreinsa hugann eftir langar vaktir sem oft gátu verið 12–16 tímar. Ég er reyndar í tveimur kvennahópum sem spila á mánudögum eftir hádegi og miðvikudögum fyrir hádegi og Gummi spilar með sínum vinum þegar hann kemst frá pönnunni. Hver er forgjöfin? Ég er með 18,2 og Gummi er með 19,2. Er eitthvað sem þið ætlið að gera öðruvísi næsta vor? Nei, eiginlega ekki. Hugsanlega bætum við nokkrum nýj­ um réttum á matseðilinn – hver veit. Eitthvað sem þið viljið segja að lokum? Takk fyrir frábært sumar GR-ingar og aðrir sem komu til okkar, hlökkum til að taka á móti ykkur sumarið 2020. Nýir rekstaraðilar veitingasölu í klúbbhúsi Korpu Hjónin Mjöll Daníelsdóttir og Guðmundur Viðarsson gerðu sér lítið fyrir og náðu hvort fyrir sig erni í sumar!

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==