Kylfingur 2019
20 I KYLFINGUR I Haraldur Franklín Magnús , atvinnukylfingur úr GR, tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Haraldur endaði í 4. sæti á stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðar innar, en fimm efstu sætin gefa þátttökurétt. Haraldur fetar í fótspor Guðmundar Ágústs Kristjánssonar sem tryggði sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni árið 2020 með frábærum árangri á keppnistímabilinu á Nordic League mótaröðinni og sigri á þremur mótum fyrr á tíma bilinu. Guðmundur Ágúst endaði í sjötta sæti á stigalistanum en hann hefur ekkert leikið á Nordic Tour frá því hann fékk keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni um mitt sumar 2019. Þetta er stór áfangi og stórt skref á ferli þeirra félaga og ekki síður merkilegur áfangi fyrir Golfklúbb Reykjavíkur að eignast tvo fulltrúa úr sínum röðum á Áskorendamótaröð inni! Guðmundur Ágúst tryggði sig inn á Áskorendamótaröðina með frábærri spilamennsku á fyrri hluta tímabilsins og sigrum á þremur mótum, hann hefur nú þegar leikið á nokkrum mótum á Áskorendamótaröðinni á meðan Har aldur hefur verið í meiri spennu og sýnt mikinn stöðugleika undanfarið í baráttunni um að tryggja eitt af 5 efstu sæt unum á stigalista mótaraðarinnar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni á Stone Irish Challenge. Mótið er hluti af næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challengetour, og fór keppnin fram á Headfort Golf Club. Guðmundur Ágúst var í góðri stöðu fyrir lokahringinn, í 9. sæti. Keppni var hinsvegar aflýst á lokahringnum og loka umferðin felld niður. Skorið eftir 54 holur var því látið standa og endaði Guðmundur Ágúst í 9. sæti á -7 samtals (70-67- 72) og aðeins fjórum höggum frá efsta sætinu. Íslandsmeistarinn í golfi 2019 hefur leikið á sex mótum á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur hans fyrir mótið á Írlandi var 13. sæti. Hann fór upp um 30 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og er hann í 109. sæti. Til hamingju með áfangann drengir og til hamingju GR- ingar með tvo kylfinga sem við getum verið stolt af og verður gaman að fylgjast með og styðja á stærra sviði á nýju keppnistímabili! Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst atvinnukylfingar úr GR, hafa tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2020
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==