Kylfingur 2019

24 I KYLFINGUR I voru hér á undan leika kylfingar í sama bás og nota eitt app fyrir leikinn. Hægt er að vera nokkrir saman í hverjum leik. Hefðbundinn leikur er þannig að hver keppandi slær 3 högg í röð og síðan tekur næsti við. Þegar allir hafa slegið 3 bolta hefst ný umferð. Hefðbundinn leikur er þrjár umferðir. Þó er hægt að breyta því með stillingum í leikjunum. Í leiknum Bullseye eru flöggin 10 á æfingasvæðinu skot­ mörk í leiknum og stig eru veitt fyrir að vera nálægt þeim. Flöggin sem eru lengra úti á svæðinu gefa fleiri stig en þau sem eru nær. Í leiknum Capture the flag er markmiðið að ná sem flest­ um flöggum. Keppandi sem nær flaggi getur misst það ef annar keppandi hittir nær flagginu. Appið sýnir hve langt frá flagginu boltinn var. Í þessum leik getur verið skemmtilegt að fjölga umferðum svo keppendur hafi tækifæri til þess að vinna flögg af hverjum öðrum. Leikurinn Hit it gengur út á að slá sem lengst. Keppendur þurfa ekki að vera með driver, hægt er að koma sér saman um að nota hvaða kylfur sem er. Samhliða þessari tækninýjung í Básum er komin ný bolta­ vél og nýjar mottur, auk þess að bætt hefur verið við miklum fjölda af nýjum boltum. Mætið í Bása og gerið æfinguna að skemmtilegum leik! Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR 2019 Holukeppni GR var leikin í sumar þriðja árið í röð undir nafninu Mercedes-Benz bikarinn. Bílaumboðið Askja sem er með umboðið fyrir Mercedes-Benz bifreiðar hefur verið styrktaraðili fyrir holukeppnina síðan hún var endurvakin árið 2017. Eins og venjulega var holukeppnin leikin með fullri forgjöf, en þó með forgjafarhámarki 28 högg. Keppnin hófst í maí á 128 liða úrslitum og lauk fimmtudaginn 5. september með úrslitaleik og lokahófi. Til þess að sigra í þessari keppni þarf sigurvegarinn að vinna 7 leiki. Keppendur höfðu 2 vikur fyrir hverja umferð til þess að finna leikdag og mæla sér mót við keppinaut sinn hverju sinni. Keppnin hefur fengið góðar undirtektir og í ljós kemur að forgjafarkerfið okkar er að virka ágætlega, því þessi þrjú ár sem leikið hefur verið, þá eru jafnar líkur á því hvor vinnur leikinn, hvort sem keppandi er með hærri eða lægra forgjöf. Mánudaginn 2. september fóru undanúrslitaleikirnir fram en þar léku Ricardo M. Villalobos gegn Sigurði Óla Sumarliðasyni og Kristín Nielsen gegn Hallsteini Traustasyni. Þar höfðu Sigurður og Hallsteinn betur og léku þeir því til úrslita. Úrslitaleikurinn fór svo fram fimmtudaginn 5. september. Leikurinn var jafn og spennandi og báðir kylfingar léku hörku golf. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli, Sjórinn-Landið. Úrslitin réðust á loka­ pútti á síðustu holu og fór það svo að Sigurður Óli vann leikinn og er því holukeppnismeistari GR árið 2019. Við þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna í sumar og óskum Sigurði Óla til hamingju með titilinn. Bílaumboðinu Öskju færum við einnig miklar þakkir fyrir að vera styrktaraðili keppninnar. Að leik loknum. Fv.: Hallsteinn Traustason, hlaut 2. sætið, sigurvegarinn Sigurður Óli Sumarliðason og mótsstjórin og umsjónarmaður keppninar, Atli Þór Þorvaldsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==