Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 27 Íslandsmótið í golfi 2019 fór fram við bestu aðstæður á Grafarholtsvelli dagana 8.–11. ágúst. Tímasetning mótsins var önnur en á undanförnum árum og var mótið jafnframt lokamót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu. Sú nýbreytni varð í ár að keppendur skráðu sjálfir inn skor holu fyrir holu. Notast var við tölvukerfið GolfBox sem tekið verður væntanlega upp í öllum golfklúbbum á Íslandi 2020. Mótsstjórn Íslandsmótsins óskaði eftir því að keppendur mættu 25 mínútum fyrir skráðan rástíma í golfbúðina í Grafarholti þar sem tekin var mynd af hverjum keppanda áður en leikur hófst á fyrsta degi til þess að styðja við upplýsingaflæði frá Íslandsmótinu 2019. Þetta átti bara við fyrsta daginn. Gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að komast í Íslands­ mótið 2019. Alls skráðu sig 147 karlar og 37 konur eða sam­ tals 184 keppendur. Aðeins var pláss fyrir 150 keppendur samkvæmt reglugerð Íslandsmótsins og er þetta í fyrsta sinn sem færri komust að en vildu. Það voru því 114 karlar og 36 konur sem tóku þátt. Frá árinu 2001 hafa konurnar aldrei verið fleiri. Sannfærandi sigrar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli nokkuð örugglega þegar upp var staðið. Ellefu ára bið Guðmundar eftir Íslandsmeistaratitlinum lauk í Grafarholtinu – á vellinum þar sem hann hóf ferilinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varði titilinn í kvenna­ flokknum. Sigur hennar var líka nokkuð öruggur og er Guð­ rún Brá sú fyrsta frá árinu 1996 sem nær að verja Íslands­ meistaratitilinn í kvennaflokki. Sigurður elstur og Bjarni Þór yngstur Meðalaldur í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2019 var 27 ár. Sigurður Hafsteinsson, GR, var elsti keppandinn í mótinu, 63 ára. Sigurður er fæddur 5. júlí árið 1956. Frans Páll Sigurðsson úr GR var elsti keppandi mótsins allt þar til að Sigurður komst inn í mótið á síðustu stundu. Sigurður var annar í röðinni á biðlista fyrir mótið og þegar Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS, boðaði forföll komst Sigurður inn í mótið. Sigurður komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Frans Páll er 55 ára en hann er fæddur 9. desember 1963. Hann Guðrún Brá og Guðmundur Ágúst ÍSLANDSMEISTARAR – Ellefu ára bið Guðmundar á enda og Guðrún Brá varði titilinn seth@golf.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==