Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 3 Árið 2019 fer í sögubækurnar. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu frábært veður við fengum til golfiðkunar. Til samanburðar má nefna að sólskinsstundir í júní voru 330% fleiri 2019 en þær voru í júní árið á undan. Þessa veðurblíðu nýttu GR-ingar vel til golfleiks. Aldrei hafa jafn margir hringir verið spilaðir á völlum GR, eða alls 115.656 og var aukningin 24% á milli ára. Árangur afreksfólksins okkar var líka mikill og góður. Við eignuðumst 5 Íslandsmeistara og nældu þau frændsystkinin Saga Traustadóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson í sitt hvorn og yngri kylfingarnir Perla Sól, Böðvar Bragi og Jóhanna Lea bættu svo þremur til viðbótar. Glæsilegur árangur hjá þeim. Atvinnufólkið okkar stóð líka í ströngu og náðu þeir Guðmundur Ágúst, Andri Þór og Haraldur Franklin að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni í Evrópu. Glæsi­ legur Árangur það. Berglind Björnsdóttir og Ólafía Þórunn stóðu sig einnig vel og munu fá krefjandi verkefni á nýju ári. En það var fleira en golfið sem gekk vel hjá okkur í GR. Rekstur klúbbsins er einnig í mjög góðu horfi og nú er svo komið að búið er að safna í dágóðan sjóð sem ætlaður er til framkvæmda á næstu árum. Verkefnin eru fjölmörg, en tvö þó stærst. Í skoðanakönnun sem gerð var meðal félaga í GR var forgangsröð ákveðin, en það er viðbygging við Bása þar sem hægt er að æfa golf allt árið um kring og endurbætur á vellinum í Grafarholti. Verið er að vinna að aðgerðaráætlun og verður hún kynnt félagsmönnum þegar sól fer að hækka á lofti. Enn eitt metið var svo sett í ár en nú eru 34% félagsmanna í GR kvenfólk og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Það er auðvitað enn tækifæri til að jafna hlutinn enn frekar, en engu að síður er þetta mjög aukið hlutfall ef litið er 10 ár aftur í tímann þegar kven­ fólkið var aðeins 28% af félögum í GR. Metári er sem sagt að ljúka á mörgum vígstöðvum. Um leið og ég óska þér og þínum gleðilegra jóla vona ég að árið 2020 færi okkur góðar stundir á golfvellinum. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! Björn Víglundsson, formaður GR Kylfingur – 1. tbl. 2019 – Útgefandi: Golfklúbbur Reykjavíkur – Ábm.: Ómar Örn Friðriksson – Ritstjóri: Halldór B. Kristjánsson. Ljósmyndir: Atli Þór Þorvaldsson, Dóra Eyland, Frosti Eiðsson, Grímur Kolbeinsson, GSÍ og margir fleiri. Prófarkalestur: Auðbjörg Erlingsdóttir – Hönnun og umbrot: Halldór B. Kristjánsson / Leturval. Stjórn Björn Víglundsson formaður, Elín Sveinsdóttir varaformaður, Guðný Helga Guðmundsdóttir gjaldkeri, Jón B. Stefánsson ritari, Anna Björk Birgis­ dóttir, Ólafur William Hand og Margeir Vilhjálmsson. Í varastjórn eru: Atli Þór Þorvaldsson, Stefán Már Stefánsson og Sigurður H. Hafsteinsson. Framkvæmdastjóri Ómar Örn Friðriksson. Nefndir: Fjárhagsnefnd Björn Víglundsson , Guðný Helga Guðmundsdóttir og Atli Þór Þorvaldsson. Ungmenna- og afreksnefnd Elín Sveinsdóttir, Stefán Már Stefánsson og Sigurður H. Hafsteinsson. Forgjafar- aga- og laganefnd Ólafur Arinbjörn Sigurðsson og Stefán Pálsson. Mannvirkja- og vallanefnd Björn Víglundsson, Jón B. Stefánsson og Margeir Vilhjálmsson. Félags- og kappleikjanefnd Ólafur William Hand, Anna Björk Birgisdóttir og Atli Þór Þorvaldsson. Kjörnefnd Guðmundur Björnsson, Bernhard Bogason og Helga Hilmarsdóttir Kvenna- og skemmtinefnd Sigríður Oddný Marinós­ dóttir formaður, Guðrún Óskarsdóttir gjaldkeri, Inga Nína Matthíasdóttir, Kristín Nielsen, Ljósbrá Baldursdóttir og Þórey Jónsdóttir Öldunganefnd Jón B. Stefánsson, Margeir Vil- hjálmsson, Margrét Geirsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir. Frábært golfár Forsíðumyndin Guðmundur Ágúst Kristjánsson er Íslandsmeistari í golfi 2019. Það verður ekki annað sagt en árið hafi verið Guðmundi gjöfult. Hann tryggði sér þátttökurétt á Áskorenda­ mótaröð árið 2020 með frábærum árangri á keppnistímabilinu á Nordic League móta­ röðinni með sigri á þremur mótum fyrr á tímabilinu. Kylfingur óskar Guðmundi Ágústi innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og óskar honum góðs gengis á komandi golfári.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==