Kylfingur 2019

38 I KYLFINGUR I Ritstjóri Kylfings frétti af fjórum hjónum úr GR sem höfðu skellt sér til Tyrklands í golfferð á eigin vegum og falaðist eftir ferðasögunni og fer hún hér á eftir. Í vor fórum við Píur og Peyjar að tala um að gaman væri að fara saman erlendis í haust. Við höfðum rætt þessa hugmynd ári áður en ekki getað framkvæmt það á þeim tímapunkti. Hópurinn Píur og Peyjar er samansettur af fernum hjónum og spilum við saman og keppum nokkrum sinnum á sumri og erum svo með aukahitting á vetrum, allt glaðlynt fólk með mismunandi getu á golfvellinum en forgjöfin sér jú um að allir séu jafnir. Öll erum við á besta aldri og þokkalega vel á okkur komin. Eins og oft vill verða erum viðmeðmismunandi hugmyndir um svona ferðir, en höfðum þó flest heyrt að Tyrkland væri orðið spennandi valkostur aftur, en þangað voru skipulagðar ferðir fyrir 12–14 árum, sem lögðust niður í hruninu. Allir sem við hittum eða heyrðum af og höfðu farið þangað voru sammála að þarna væri kominn skemmtilegur valkostur við Spán og jafnvel USA. Efir að hafa kannað málið frekar og haft samband við aðila sem höfðu farið til Tyrklands á síðustu misserum, ákváðum við setja málið í ferli og höfðum samband við ferðaskrifstofur sem okkur var bent á og einnig að kanna með flug. Við fengum tilboð frá tveimur ferðaskrifstofum, annari breskri og hinni tyrkneskri. Eftir að hafa skoða þetta vel og Pípur. Fv. Bjarney S. Sigurjónsdóttir, Linda Ragnarsdóttir, Anna Þor­ kelsdóttir, Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Peyjar. Fv. Júlíus Snorrason, Grímur Kolbeinsson, Filippus Gunnar Árnason, Sigurjón Þ. Sigurjónsson. Pines Píur og PeyjarmælameðTyrklandi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==