Kylfingur 2019
Hið árlega Áramótapútt var haldið á 2. hæð Korpunnar á gamlársdag og voru það um 70 manns sem mættu til leiks. Keppnin varð afar jöfn og spennandi og þáðu þátttakendur veitingar í boði GR bæði fyrir og eftir keppni og myndaðist góð stemning í klúbbhúsinu á þessum síðasta degi ársins. Úrslitin í áramótapútti 2018 urðu þessi: Í kvennaflokki sigraði Magdalena M. Kjartansdóttir á 27 púttum og varð Auðbjörg Erlingsdóttir önnur einnig á 27 púttum. Í þriðja sæti varð svo Laufey V. Oddsdóttir á 29 púttum. Í karlaflokki sigraði Finnur Gauti Vilhelmsson örugglega á 24 púttum og næstur varð Sigurjón Árni Ólafsson á 26 púttum, þriðji varð svo Daði Kol beinsson á 26 púttum. Þess skal getið að sex keppendur léku á 26 púttum, sami fjöldi á 27 og nokkrir á 28 púttum. Við röðun í verð launasæti voru púttin undir pari á seinni 9 holunum höfð til hliðsjónar. Þess skal getið að Sigurjón Árni lék átta holur í röð á einu pútti og geri aðrir betur. Við þökkum þeim félagsmönnum sem komu og kvöddu árið með okkur í Áramótapútti 2018. Linda Björk Bergsveinsdóttir er Púttmeistari GR kvenna árið 2019 Líkt og undanfarin ár var frábær þátttaka í púttmótaröð GR kvenna en tæplega tvöhundr uð konur skráðu sig til leiks í upphafi vetrar. Í kringum 100 konur mættu á hverju púttkvöldi en púttað var vikulega á þriðjudögum. Tveir hringir voru spilaðir hvert kvöld þar sem betri hringur taldi og til púttmeistara töldu 4 bestu hringirnir. Mótaröðinnni lauk með krýningu á Púttmeistara GR kvenna 2019 í lokahófi á Korpunni. Þar gæddu konur sér á ljúfum veit ingum frá Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Linda fór fjóra bestu hringina sína á samtals 105 höggum sem er frábær frammistaða, önnur í mótinu varð Inga Jóna Stefánsdóttir á 113 höggum og í þriðja sæti varð Lilja Viðarsdóttir. Konur röðuðu sér svo þétt á eftir þeim efstu. GR konur óska Lindu Björk Bergsveinsdóttur innilega til hamingju með þennan góða árangur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==