Kylfingur 2019
I KYLFINGUR I 47 Sumarblíðan lék við okkur í sumar, frá bær þátttaka var í mótaröðinni, flott skor og snilldartilþrif mátti oft sjá á vellinum. Alls tóku um 170 kylfingar þátt í keppninni um Úrval Útsýn sumar meistara GR kvenna. Mótið var punkta keppni og átta hringir spilaðir og töldu fjórir bestu þeirra til vinnings. Fyrir komulagið var líkt og á síðustu ár, konur skráðu sig í rástíma fyirr hvert mót frá morgni til kvölds eða á meðan birtan leyfði. Síðasti hringurinn í mótaröðinni fór fram á Korpunni þar sem spilað var Sjórinn/Áin í blíðskaparveðri. Að móti loknu var efnt til verðlaunahófs á efri hæðinni í Korpu þar sem GR konur samglöddust þeim sem sköruðu fram úr í mótaröðinni í sumar og gæddu sér um leið á frábærum veitingum frá Korpan Klúbbhús. Mjög mjótt var á munum og er óhætt að segja að gustað hafi um toppsætin í síðustu mótunum. Kristín átti góðan endasprett og skaust í efsta sætið á síðustu stundu. Næst henni kom Marólína sem átti líka frábæran lokahring, spilaði á 39 punktum og lauk mótinu á 153 punktum, aðeins einum punkti frá toppsætinu, í 3. sæti á 152 punktum var Kristi Jo sem átti frábæran lokahring, spilaði á 45 punkt um. Einnig voru veitt verðlaun fyrir sigur vegara hvers mánaðar: Júnímeistari: Laufey Valgerður Oddsdóttir – 42 punktar Júlímeistari: Jakobína H. Guð mundsdóttir – 44 punktar Ágústmeistari: Kristi Jo Jóhannsdóttir – 45 punktar Mælingar voru að jafnaði á tveimur holum á hverju móti, næstar holu í mótunum í sumar voru: Grafarholt 12. júní: 6. braut - Linda Björk Berg - 4,29 11. braut - Halldóra M. Steingríms dóttir - 0,62 17. braut - Brynhildur Sigursteins dóttir - 4,27 Korpan - 26. júní: 6. braut - Margrét Geirsdóttir - 5,98 25. braut - Hallbera Eiríksdóttir - 2,69 Grafarholt - 17. júlí: 2.braut - Lára Eymundsdóttir - 6,26 17.braut- Halla Kristín Ragnarsdóttir - 2,43 Kristín H. Ármannsdóttir er Sumarmeistari GR kvenna 2019 Þórður Rafn Gissurarson, frá Úrval Útsýn, veitt verðlaunin að loknu móti. Verðlaunahafar frá vinstri: Marólína G. Erlendsdóttir sem varð í 2. sæti , sigurvegarinn Kristín H. Ármanns dóttir og Kristi Jo Jóhannesdóttir hreppti 3. sætið. Júní, júlí og ágúst-meistarar: Laufey Valgerður, Jakobína og Kristi Jo.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==