Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 5 Það má segja að golfárið hafi farið vel af stað hjá Dagbjarti, hann náði sínum fyrsta sigri á „mótaröð þeirra bestu“ á Egils Gull-mótinu sem haldið var í Þorlákshöfn í endaðan maí og gerði sér svo lítið fyrir og sigraði einnig á öðru stigamóti ársins, Síma-mótinu. Egils Gull-mótið: Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR sigraði á fyrsta stigamóti ársins í karlaflokki eftir harða baráttu við Sigurð Arnar Garðarsson úr GKG. Þeir voru jafnir fyrir loka­ holuna þar sem að úrslitin réðust. Þetta er fyrsti sigur Dagbjarts, á Mótaröð þeirra bestu, en hann er 16 ára gamall, fæddur árið 2002. Dagbjartur lék hringina þrjá á 8 höggum undir pari samtals. Keppendahópurinn var sterkur á Egils Gull-mótinu. Á meðal keppenda voru margfaldir Íslandsmeistarar og atvinnukylfingar. Má þar nefna Ólaf Björn Loftsson (GKG) og Axel Bóasson (GK), sem er ríkjandi Íslandsmeistari. Lokastaðan í karlaflokki: 1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-66-70) 205 högg (-8) 2.-3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (69-68-69) 206 högg (-7) 2.-3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-65-72) 206 högg (-7) 4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (68-69-70) 207 högg (-6) 5.-6. Axel Bóasson, GK (68-71-69) 208 högg (-5) 5.-6. Hákon Örn Magnússon, GR (66 -71-71) 208 högg (-5) Síma-mótið: Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR, fagnaði sigri á Síma-mótinu sem haldið var á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ. Dagbjartur lék frábært golf á lokahringnum þegar mest á reyndi. Hann lék á 67 höggum eða -5 og sigraði hann með fjögurra högga mun á -6 samtals. Andri Þór Björnsson úr GR varð annar á -2 samtals og Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji. Dagbjartur Sigurbrandsson Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, fagnaði sigri á Síma-mótinu sem hald­ ið var á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ. Ragnhildur vann með töluverðum yfirburðum en hún lagði grunninn að sigri á fyrsta keppnisdeginum. Saga Traustadóttir úr GR varð önnur, átta höggum á eftir Ragnhildi, og Helga Kristín Einarsdóttir varð þriðja. Þrjár efstu í kvennaflokki: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (70-74-82) 226 högg (+10) 2. Saga Traustadóttir, GR (79-81-74) 234 högg (+18) 3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73- 82-81) 236 högg (+20) Saga Ragnhildur Helga Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR eru stigameistarar á Mótaröð þeirra bestu á árinu 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Dagbjartur fagnar þessum stigameistaratitli en í annað sinn hjá Ragnhildi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==