Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 51 H austmót GR kvenna fór fram í Grafarholti 8. september í væg­ ast sagt alls konar veðri, regnhlífar, regnfatnaður, léttur fatn­ aður til skiptis, en þetta var bara gaman. austmótið er lokapunkturinn í sumarstarfi GR kvenna ár hvert og var þátttakan í ár alveg frábær en 96 konur voru skráðar til leiks. Mótið var með öðru fyrirkomulagi en tíðkast hefur undanfarin ár, spilað var Greensome, þar sem tvær léku saman í liði í punktakeppni, með hámarksforgjöf 28, til að mynda liðsforgjöfina fékk liðið 40% af hærri forgjöfinni og 60% af lægri forgjöfinni. Veitt voru verðlaun fyrir 1.–3. sæti. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: 1.sæti Stefanía Margrét Jónsdóttir og Laufey Valgerður Oddsdóttir með 44 punkta 2.sæti Íris Ægisdóttir og Bára Ægisdóttir með 41 punkt 3.sæti Helga Friðriksdóttir og Rut Aðalsteinsdóttir með 40 punkta. Nándarverðlaunin voru þeirra!

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==