Kylfingur 2019
52 I KYLFINGUR I David var í hópi sjö golfkennara sem tilnefndir voru en PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félags manna. David Barnwell hefur starfað sem yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur í fjölda ára og gert góða hluti með nokkrum af efni legustu kylfingum landsins. „Þvílíkur heiður að vera ykkar kennari ársins,“ sagði Barnwell á Facebook síðu sinni. „Mig langar bara að þakka öllum PGA kennurunum sem kusu mig sem kennara ársins 2018 og á sama tíma óska hinum 7 kennurunum til hamingju með tilnefninguna. Að sjálfsögðu eiga Snorri Páll Ólafsson og Ingi Rúnar Gíslason viðurkenninguna jafn mikið skilið. Þvílíkt teymi sem þetta var.“ David er vel að viðurkenningunni kominn, við erum gríðarlega stolt af okkar manni og óskum við honum innilega til hamingju! DAVID BARNWELL valinn PGA kennari ársins 2018 GR Íslandsmeistari í 1. deild karla og kvenna Sveitir GR í kvenna- og karlaflokki sem urðu Íslandsmeistarar golfklúbba 50 ára og eldri 2019. Aftari röð frá vinstri: Hannes Eyvindsson, Guðjón G. Daníelsson, Sigurður Hafsteinsson, Guðrún Garðars, Frans Páll Sigurðsson, Hörður Sigurðsson, Helga Friðriksdóttir, Auður Elísabet Jóhannsdóttir, Stefanía M. Jónsdóttir. Fremri röð: Sigurjón Arnarsson, Hjalti Pálmason, liðs stjórarnir Sigurður Pétursson og Margrét Geirsdóttir, Jón Karlsson, Jóhanna Bárðardóttir, Ásta Óskarsdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Svala Óskarsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==