Kylfingur 2019
I KYLFINGUR I 55 Saga Íslandsmeistari í holukeppni 2019 Íslandsmótið í holukeppni var leikið á glæsilegum velli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi í júní síðastliðnum og átti Golfklúbbur Reykjavíkur góðu gengi að fagna. Í kvennaflokki léku GR liðsfélagarnir og vinkonurnar Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir til úrslita og háðu hörku einvígi sem fór alla leið í bráðabana þar sem Saga tryggði sér titilinn með góðum fugli á fyrstu holu bráðabanans. Kylfingur óskar Sögu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og Ragnhildi til hamingju með annað sætið. Frábært golf og spennandi leikur hjá þessum efnilegu kvenkylfingum okkar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==