Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 55 Saga Íslandsmeistari í holukeppni 2019 Íslandsmótið í holukeppni var leikið á glæsilegum velli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi í júní síðastliðnum og átti Golfklúbbur Reykjavíkur góðu gengi að fagna. Í kvennaflokki léku GR liðsfélagarnir og vinkonurnar Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir til úrslita og háðu hörku einvígi sem fór alla leið í bráðabana þar sem Saga tryggði sér titilinn með góðum fugli á fyrstu holu bráðabanans. Kylfingur óskar Sögu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og Ragnhildi til hamingju með annað sætið. Frábært golf og spennandi leikur hjá þessum efnilegu kvenkylfingum okkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==