Kylfingur 2019
I KYLFINGUR I 59 Í slandsmót golfklúbba 15 ára og yngri var haldið í Grindavík í lok júní þar sem sveitir Korpu sér lítið fyrir og sigruðu bæði í flokki stúlkna og drengja með frábærri frammistöðu í úrslitaleikjunum. Sigurinn hjá stelpunum var nokkuð sannfærandi enda efnilegt og reynslumikið lið þar á ferð þegar kemur að úrslitaleikjum. Mikil spenna var hjá strákunum gegn sterkri sveit GKG þar sem úrslit mótsins réðust í bráðabana þar sem Ísleifur Arnórsson tryggði titilinn í háspennuleik þar sem fagnaðar lætin heyrðust yfir til Þorlákshafnar. Ungar sveitir Grafarholts stóðu sig frábærlega í Grindavík og náðu sér í mikla reynslu sem mun nýtast í framtíðinni. Stelpurnar náðu 5. sæti og strákarnir 7. sæti sem er flottur árangur. Í slandsmót golfklúbba 12 ára og yngri var haldið í lok júlí og var mótið leikið á völlum GKG, GK og GR. Liðunum sem taka þátt er skipt upp í tvær deildir, Hvítu deildina og Gulu deildina þar sem liðin leika innbyrðis og safna stigum. Stúlknasveit GR gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri í Gulu deildinni og tóku þær við verðlaunum á heimavelli sínum á Korpu á glæsilegu lokahófi sem haldið var fyrir þátttakendur í blíðskaparveðri í lok júlí. Frábær árangur hjá stelpunum í móti sem hefur vakið mikla lukku og er komið til að vera hjá yngstu kynslóðinni. • Mikil samheldni og góður andi var áberandi á meðal sveita GR, þjálfara og foreldra á meðan mótunum stóð, eins og svo oft áður og geta félagsmenn GR verið stoltir af ungviðinu innan félagsins. 15 ára og yngri 12 ára og yngri Íslandsmeistarar – annað árið í röð F.v.: Derrick Moore, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir, Ásdís Valtýsdóttir (liðsstjóri), Auður Sigmundsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir, Bjarni Þór Lúðvíksson, Halldór Viðar Gunnarsson, Ísleifur Arnórsson, Arnór Már Atlason, Eyþór Björn Emilsson og David George Barnwell (liðsstjóri). Þessar brosmildu stúlkur urðu Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba. F.v.: Ninna Þórey Björnsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Brynja Dís Viðarsdóttir, Þóra Sigríður Sveinsdóttir og Margrét Jóna Eysteinsdóttir (á myndina vantar Ernu Steinu Eysteinsdóttir).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==