Kylfingur 2019

66 I KYLFINGUR I Fyrir þremur árum var ákveðið að ráðast í endurbætur á klúbbhúsi Korpunnar og var þeim framkvæmdum skipt upp í þrjá hluta. Byrjað var á því að setja ný gólfefni á veitingasal og bæta fundaraðstöðu á 1. hæðinni. Í öðrum áfanga var ráðist í það verkefni að bæta búningsað­ stöðu karla og kvenna. Nú í vor var svo salernisaðstaða karla og kvenna bætt til muna auk þess sem farið var í að fegra veggi með myndum af fyrirmyndum sem allir geta litið upp til í golfíþróttinni. Arkitektinn sem á heiður af þeirri hönnun sem prýðir húsið er Thelma Björk Friðriksdóttir og sá Hilmar Sveinsson, grafískur hönnuður og félagi í klúbbnum, um myndskreytingar. Fjölmargir sjálfboðaliðar sem jafnframt eru félagsmenn í klúbbnum komu að verkinu og færum við þeim öllum okkar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Endurbætur á klúbbhúsi Korpu Búningsaðstaða karla Salernisaðstaða karla Gott dæmi um myndskreytingarnar á Korpu Skemmtileg hönnun og þarfar ábendingar til allra karla Búningsaðstaða kvenna

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==