Kylfingur 2019
72 I KYLFINGUR I púttmótaröð karla 2019 Ecco-púttmótaröðin hófst á Korpúlfsstöðum 17. janúar, spilað er á fimmtudags kvöldum og lokaumferðin fór fram á fimmtudagskvöldinu 21. mars með veislu og verðlaunaafhendingu. Keppt er annars vegar í einstaklingskeppni þar sem hver einstaklingur leikur tvo hringi eða 36 holur og telja sex bestu umferðirnar af tíu. Hins vegar er liðakeppni. Þrír til fjórir skipa hvert lið en 3 liðsmenn telja í hverri umferð og bestu fjórir 18 holu hringir þessara þriggja telja sem liðsskor. Um 200 karlar í GR mættu til leiks og þetta komið í nokkuð fastar skorður. Ragnar Ólafsson er besti púttari klúbbsins skv. Ecco-púttmótaröðinni 2019. Hann tók forystuna nokkuð snemma og hélt henni út mótið og sama má eiginlega segja um liðið hans nr. 5, þeir unnu þetta nokkuð örugglega. Í öðru sæti varð Sigurður Stefán Haraldsson og Jóhann Sigurðsson í því þriðja. Liðakeppnina vann, eins og áður sagði, lið nr. 5. Liðið var skipað bræðrunum Ragnari og Kristni Ólafssonum og feðgunum Guðmundi S. Guðmundssyni og syninum Guðmundi Ó. Í öðru sæti urðu meistarar fyrra árs þeir Guðmundur B, Guðmundur Þ, Jón Þór og Kristmundur. Tannlæknarnir, Jóhann Gíslason, Sæbjörn Guðmundsson, Sæmundur Pálsson og Ögmundur Máni Ögmundsson hrepptu þriðja sætið. Bestu þakkir til Ecco sem er styrktaraðili mótaraðarinnar og ekki síður þakkir til þeirra félaga sem eru með á mótaröðinni og komu færandi hendi með verðlaun þetta árið. Þar vil ég fremstan telja Ragnar Ólafsson, semhefur stutt púttmótaröðina í mörg ár. Öðlingurinn Guðmundur Björnsson í Flotun er alltaf traustur, Jói í Innnes er betri en enginn, Börkur Skúlason kom færandi hendi með flotta vinninga og Geir Hlöðver hjá Stjörnugrís kom sterkur inn í ár með fjóra glæsilega vinninga. Ómar Örn framkvæmdastjóri GR fær einnig bestu þakkir fyrir samstarfið. Einnig ber að þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem finnst bara sjálfsagt að styrkja svona félagsskap hjá GR. Má þar nefna Herrafataverslunina Karlmenn, Myndform, Martes, veitingstaðina Restó og Hereford, Laugar Spa, Rolf Johansen, Kólus og mörg önnur. Golfklúbburinn í Holtagörðum og Rolf Johansen veittu verð laun fyrir besta skor hverrar viku allar tíu umferðirnar. Takk kærlega fyrir það. Ekki má gleyma að þakka Atla Þór Þorvaldssyni, sem er mín hægri hönd í þessu öllu saman, án hans yrði þetta allt töluvert erfiðara. Að lokum óska ég sigurvegurunum til hamingju með árangurinn . Svo að endingu þakka ég öllum fyrir þátttökuna í vetur og vonandi hafa allir haft einhverja ánægju af. Vonandi sjáumst við allir á næsta ári og gangi ykkur vel í golfinu í sumar. HBK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==