Kylfingur 2020

I KYLFINGUR I 5 Þá er golfárinu 2020 formlega lokið. Það var ekkert venjulegt ár í golfinu, frekar en annars staðar í samfélaginu. Það má því segja að golfiðkun hafi verið annað hvort í ökkla eða eyra. Ýmist máttum við ekki spila golf, eða við spiluðum svo mikið golf að sett voru met. Aldrei hafa fleiri golfhringir verið leiknir á einu ári, á það bæði við um Golfklúbb Reykjavíkur sem og aðra velli sem birt hafa tölur sínar. Félagsmenn höfðu greinilega meiri tíma fyrir golfiðkun og höfðu mikla þörf fyrir hreyfinguna. Rekstur GR hefur gengið vel síðustu ár. Við höfum greitt niður skuldir félagsins vegna framkvæmda fyrri ára og lagt til hliðar fjármuni í sérstakan framkvæmdasjóð. Nú er komið að því að hefjast handa við enn frekari bætingu á aðstöðu félagsmanna. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur hefur unnið að stefnumörkun fyrir félagið til næstu ára og var hún kynnt fyrir félagsmönnum nýlega. Í framhaldinu var svo gerð skoðana­ könnun meðal félagsmanna og hugur þeirra til þessarar stefnu kannaður. Helstu verkefnin eru nýtt íþróttahús við Bása þar sem hægt verður að stunda æfingar alla daga ársins við fullkomnar aðstæður. Þar verður hægt að slá í net, fara í golfhermi eða æfa stutta spilið. Jafnframt verður byggt nýtt þjónustuhús fyrir völlinn með aðstöðu fyrir starfsfólk og vélar vallarins. Síðast en ekki síst mun endurgerð vallarins í Grafarholti hefjast. Þetta eru allt saman mikilvæg og löngu tímabær verkefni. Það var þess vegna einkar ánægjulegt að sjá skoðun félagsmanna, en afdráttarlaus stuðningur er hjá ykkur við þessi verkefni. Það hvetur okkur stjórnarmenn áfram og er markmiðið að hefjast handa við byggingu íþróttahúss og þjónustubyggingar fljót­ lega á nýju ári. Nýtt ár verður því spennandi ár í sögu GR. Nú á dimmasta tíma ársins, er gott að leyfa sér að hlakka til sumargolfsins og enn betri aðstöðu til æfinga næsta vetur. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! Björn Víglundsson, formaður GR Kylfingur – 1. tbl. 2020 – Útgefandi: Golfklúbbur Reykjavíkur – Ábm.: Ómar Örn Friðriksson – Ritstjóri: Halldór B. Kristjánsson. Ljósmyndir: Atli Þór Þorvaldsson, Dóra Eyland, Frosti Eiðsson, Grímur Kolbeinsson, GSÍ og margir fleiri. Prófarkalestur: Auðbjörg Erlingsdóttir – Hönnun og umbrot: Halldór B. Kristjánsson / Leturval. Stjórn Björn Víglundsson formaður, Elín Sveinsdóttir varafor­ maður, Jón B. Stefánsson ritari, Anna Björk Birgisdóttir, Ólafur William Hand og Margeir Vilhjálmsson. Í varastjórn eru: Gísli Guðni Hall, Stefán Már Stefánsson og Þórey Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri Ómar Örn Friðriksson. Nefndir: Fjárhagsnefnd Björn Víglundsson. Ungmenna- og afreksnefnd Elín Sveinsdóttir, Stefán Már Stefánsson og Gísli Guðni Hall. Forgjafar- aga- og laganefnd Ólafur Arinbjörn Sigurðsson og Stefán Pálsson. Mannvirkja- og vallanefnd Björn Víglundsson, Jón B. Stefánsson og Margeir Vilhjálmsson. Félags- og kappleikjanefnd Ólafur William Hand, Anna Björk Birgisdóttir og Þórey Jónsdóttir. Kjörnefnd Guðmundur Björnsson, Bernhard Bogason og Helga Hilmarsdóttir. Kvenna- og skemmtinefnd Sigríður Oddný Marinósdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Inga Nína Matthíasdóttir, Kristín Nielsen, Ljósbrá Baldursdóttir og Þórey Jónsdóttir Öldunganefnd Jón B. Stefánsson, Margeir Vil- hjálmsson, Margrét Geirsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir. Spennandi tímar framundan Forsíðumyndin Myndina tók Geir Sigurður Jónsson af móður sinni, Þórunni Guðmundsdóttur, er hún kemur í mark eftir að hafa spilað 70 holur á einum sólarhring. Það hefur verið regla frekar en hitt hjá henni undanfarin ár að spila jafnmargar holur, á einum sólarhring, og aldur hennar segir til um. Kylfingur óskar Þórunni til hamingju með sjötugsafmælið svo ekki sé talað um andlegt og líkamlegt atgervi hennar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==