Landstólpi, Vélar og tæki 2020-2021
*Verð gildir ef pantað er fyrir 5. janúar 2021 Vélar frá McHale eru í hávegum hafðar hjá þeim sem þekkja þær og nota á Íslandi og í yfir 50 öðrum löndum víðs vegar um heim. Þetta fjölskyldufyrirtæki var stofnað árið 1986, er með aðalstöðvar í bænum Ballinrobe á Írlandi og framleiðir einkum vélar og tæki til heyskapar. Undanfarin ár hefur McHale fært út kvíarnar í starfseminni. Fyrirtækið framleiðir nú einnig sláttuvélar af ýmsum gerðum og á næstunni eru væntanlegar rakstrarvélar og heytætlur til viðbótar. Leiðarljósin eru alltaf ending, styrkur og gæði. Það skýrir vinsældir og virðingu sem vörumerkið McHale og landbúnaðartæki fyrirtækisins njóta. TEGUND VINNSLUBREIDD ÞYNGD AFLÞÖRF DISKAR GRUNNVERÐ ÁRAMÓTAVERÐ* R3100 3 m 1470 kg 80 hp 7 2.840.500 kr. 2.727.000 kr. F3100 3 m 1250 kg 80 hp 7 3.030.500 kr. 2.909.000 kr. B9000 8,56 m 2480 kg 250 hp(ásamt fr.vél) 14 (2x7) 7.780.500 kr. 7.469.000 kr. Bændur og verktakar um allan heim framleiða árlega yfir 75 milljón rúllur með McHale vélum. Til að hámarka fóðurgildið er mikilvægt að slá grasið þegar sykurinnihald þess er í hámarki. Ennfremur að sláttuvélin skilji eftir sig hreinan svörð og skili frá sér hágæða fóðri, lausu við óhreinindi. Hönnunarteymi McHale hannaði og þróaði ProGlide sláttuvélalínuna í krafti víðtækrar reynslu sinnar og þekkingar á heyverkun og tæknilausnum henni tengdri. Kostir og einkenni McHale sláttuvéla: · Sérhannaðar til þess að fylgja ójöfnum í túnum. · Sjálfvirk aðlögun á sláttuborði. · Stöðugur niðurþrýstingur á sláttuborði. · Aukavörn á sláttuborði. · Þrjár stillingar á knosun, slökkt, 700 rpm og 1000 rpm. · Hreinir og vel mótaðir sláttuskárar. · Mikil afköst. · 110° flutningstaða = jöfn þyngdardreifing í flutningi. SLÁTTUVÉLAR GÆÐI | STYRKUR | ENDING
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==