Landstólpi, vélabæklingur 2023

Verð miða við gengi EUR 150 Öll verð eru birt án vsk. Með þessum bæklingi viljum við hjá Landstólpa, eins og undanfarin ár, stikla á stóru yfir það sem við höfum upp á að bjóða í véladeild okkar. Ávallt er eitthvað um nýjungar í vélabransanum og ber þar helst að nefna McHale Fusion 4 rúllusamstæðu og Giant G2700 rafmagnsliðlétting. Auk þess kynnum við til sögunnar slöngudreifibúnað frá Storth sem eykur til muna afköst við mykjudreifingu og lengir tímann sem hægt er að stunda þá vinnu. Farið er nánar yfir þetta og fleira í bæklingnum. Stríðið í Úkraínu hefur haft áhrif á okkur eins og aðra, hafandi þurft að takast á við miklar verðhækkanir frá birgjum undanfarið. Skýrist það meðal annars af miklum hækkunum á stál- og orkuverði, auk þess sem að mikið af íhlutum í landbúnaðartæki koma af þeim svæðum sem stríðið nær yfir. Hefur þetta einnig haft áhrif á afhendingar sem hafa margar dregist fram úr hófi. Minni ég því á að menn og konur séu fyrirhyggjusöm í tækjakaupum og panti í tæka tíð ætli þau sér að endurnýja eitthvað fyrir komandi sumar. Við bjóðum eins og áður upp á sérstök forpöntunarverð sem gilda til 20. janúar 2023. Fyrir hönd Landstólpa vil ég óska lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Loftur Ó. Grímsson, sölustjóri vélasviðs. Ágæti lesandi Í bæklingnum kynnum við sérstök forpöntunarverð sem gilda til 20. janúar 2023. Greitt er 10% staðfestingargjald við pöntun en við afhendingu greiðast eftirstöðvar kaupverðs. Sigurður Kristmundsson Þjónustustjóri Rúnar Skarphéðinsson Yfirmaður varahluta Loftur Óskar Grímsson Sölustjóri vélasviðs Kristinn Högnason Sölufulltrúi varahluta VÉLASVIÐ LANDSTÓLPA 480 5600 Skiptiborð Landstólpa landstolpi@landstolpi.is Tölvupóstfang fyrirspurna 8:00-16:30 Daglegur afgreiðslutími Landstólpa landstolpi.is Vefur Landstólpa

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==