Landstólpi, vélabæklingur 2023
Öll verð eru birt án vsk. Verð miða við gengi GBP 175 SCRAPE IT - PUMP IT - STORE IT - MIX IT - APPLY IT Búskaparhættir á Íslandi hafa breyst umtalsvert á síðustu árum. Búin stækka og gripum fjölgar sem leiðir af sér aukið magn af mykju. Með hækkandi áburðarverði hafa bændur horft í aukn- um mæli til mykjunnar, eða græna gullsins eins og við kjósum að kalla hana. Með slöngudreifibúnaði aukast afköst dreifingar til muna og má áætla að við bestu aðstæður náist að dreifa u.þ.b. 190 m 3 á klukkustund við full afköst. Nýting á köfnunarefni eykst til muna þar sem snerting við loft er takmörkuð. Með því að taka haug- suguna út úr myndinni er jarðvegsþjöppun einnig í lágmarki. SLÖNGUDREIFIBÚNAÐUR Búnaðurinn samanstendur af eftirtöldu: · Traktorsdrifin Bauer dæla: Lágmarksaflþörf 150 hö, þarf a.m.k. 200 hö til að ná fullum afköstum, dælir 320 m 3 /mín. (Miðað við vatn út um stút á dælu) · Lagnakerfi með lokum til að tengja milli dælu og mykjugeymslu · Slöngum: 6“ eða 5“ flutningsslöngum, 200 m dragslöngu · Slöngukefli fyrir 1 km af slöngum · Dreifigreiðu: Aflþörf frá 125 hö, fæst í nokkrum útfærslum · Loftpressu til að tæma kerfi 10 bar lágmark HELSTU KOSTIR · Aukin afköst · Lengri dreifitími · Minni jarðvegsþjöppun · Aukin áburðarnýting Einnig fást flæðimælar og stjórntölvur með kerf- inu auk þess sem tengja má flæðimæli við Isobus. Við kaupum á búnað- inum fylgir uppsetning og kennsla á búnaðinum frá starfsmanni Storth.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==