Landstólpi, vélabæklingur 2024
FAGLEG RÁÐGJÖF NÁIÐ SAMSTARF EFTIRLIT & EFTIRFYLGNI FRÁBÆR ÁRANGUR FÓÐUR TIL FRAMTÍÐAR STEINDYR - GUNNHILDUR OG HJÁLMAR Við höfum verið í fóðurviðskiptum við Landstólpa síðan árið 2015. Heilsufar kúnna hjá okkar er almennt gott. Kögglarnir eru ívið minni, kýrnar eru hrifnar og áthraðinn er meiri. Þjónusta Landstólpa er góð hvað varðar fóðurráðgjöf. Heysýni eru tekin og niðurstöðum fylgt eftir á þeirra kostnað. Þá hefur stundum verið í boði að fá í heimsókn erlendan ráðgjafa eða fara með honum á námskeið. Hann hefur farið yfir fóðurtöflur, stillingar á mjaltaþjóni, kýr, húsakost og gróffóður og bent á það sem honum finnst vel gert og hvað betur mætti fara. Starfsmenn Landstólpa hafa verið með og þýtt efnið ef þarf, þetta hefur reynst okkur mjög vel. STEKKJARFLATIR - HULDA OG ÁGÚST Við höfum gefið fóður frá Landstólpa síðan haustið 2017, heilsufarið á kúnum er mjög gott og lítið um efnaskiptasjúkdóma og við þurfum því ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim í kringum burð. Gæðin á kögglunum eru úrvalsgóð og er lystugleikinn góður, og þar má sérstaklega nefna Fatboost blönduna. Við erum ánægð með þjónustuna og þar ber að nefna utanumhald vegna fóðurkaupa. Góð samskipti, auðvelt er að nálgast þær upplýsingar og þá ráðgjöf sem okkur vantar og viljum sækja til þeirra. Fóðurfræðingur frá Hollandi hefur komið tvisvar til okkar og veitt mjög góð ráð. SKÍÐBAKKI - RÚTUR OG GUÐBJÖRG Við höfum gefið fóður frá Landstólpa síðan árið 2015, við erum ánægð með holdafarið og almennt heilsufar á kúnum, það er lítið um sjúkdóma og pestir yfir mjaltaskeiðið. Kögglagæðin eru til fyrirmyndar og fóðurleifarnar eru litlar sem er til marks um góðan lystugleika. Við erum ánægð með þjónustuna frá Landstólpa og þá ber helst að nefna áminningaþjónustuna sem er ómissandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==