Landstólpi, vélabæklingur 2024

Verð miða við gengi EUR 151 Öll verð eru birt án vsk. Nú hefur 4. vélabæklingur Landstólpa litið dagsins ljós. Það hefur margt gerst á þessum tíma, salan hjá okkur hefur aukist jafnt og þétt og erum við þakklát okkar viðskiptavinum fyrir traustið. Þrátt fyrir aukningu þá árar ekki vel í samfélaginu um þessar mundir, heims- faraldur, stríð, hátt vaxtastig og verðbólga kemur illa niður á bændum, eins og reyndar flestum öðrum. Aðföng hafa hækkað verulega síðustu ár og svo núna eru vextir farnir að bíta veru- lega. Við skynjum það á umræðunni og verðum vör við það núna seinni hluta árs, að bændur eru farnir að halda að sér höndum varðandi dýrar vélafjár- festingar. Það er vel skiljanlegt miðað við hvernig staðan er í dag. Flaggskip okkar McHale kynnti til sögunnar nýja Vario Plus rúllusam- stæðu sem sýndi það og sannaði að þeir virðast endalaust geta endurbætt og komið með framúrskarandi nýjungar. Einnig er gaman að geta þess að nú kemur hvert heyvinnutækið á fætur öðru á markað frá þeim. Næsta vor eigum við til að mynda von á snúningsvél frá þeim sem okkur sýnist að hafi einstaka eiginleika í snúningi sem virkar þannig að létta þurra heyið ofan á svífur styttra en blautu tugg- urnar lengra og lenda því ofan á. Þessu ná þeir með framúrskarandi hönnun á tindum og sköftum. Það hefur orðið nafnabreyting hjá einum af okkar framleiðanda en síðustu 10 ár hefur Burel Group (eigandi Sulky) unnið að því að sameina 3 félög í þeirra eigu Sulky, Sky og Prolog. Nú í haust tóku þeir svo skrefið og settu öll þessi félög undir einn hatt og heitir þetta nýja félag Sky Agriculture. Fátt mun breytast fyrir viðskiptavini nema að liturinn fer úr því að vera græn-blár og rauður yfir í grafítgráan og títanhvítan. Með þessari breytingu sér Sky Agriculture fram á að merkið muni stækka um alla Evrópu og erum við í Landstólpa spennt fyrir framhaldinu. Traust í viðskiptum skiptir miklu máli, ef ekki öllu. Við erum stolt af því að hafa borið gæfu til þess að reka félag okkar vel og af ábyrgð í 23 ár, en núna 15. desember sl. fögnuðum við 23 ára afmælinu okkar. Það styttist því í aldarfjórðungsafmæli. Ágæti bóndi við erum stolt af tækjaúrvali okkar og munum við kappkosta að veita sem allra besta þjón- ustu, hvort sem er í þjónustu svo og við kaup á nýjum tækjum. Eiríkur Arnarsson, forstöðumaður landbúnaðar- og vélasviðs Landstólpa Ágæti lesandi Sigurður Kristmundsson Þjónustustjóri Rúnar Skarphéðinsson Yfirmaður varahluta Eiríkur Arnarsson Forstöðumaður landbúnaðar- og vélasviðs Kristinn Högnason Sölufulltrúi landbúnaðar- og vélasviðs VÉLASVIÐ LANDSTÓLPA 8:00-16:30 Daglegur afgreiðslutími Landstólpa landstolpi@landstolpi.is Tölvupóstfang fyrirspurna 480 5600 Skiptiborð Landstólpa Í bæklingnum kynnum við sérstök áramótaverð sem gilda til 19. janúar 2024. Greitt er 10% staðfestingargjald við pöntun en við afhendingu greiðast eftirstöðvar kaupverðs.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==