Vöruhandbók MS 2017-2018

Meðferð og geymsla osta Hvernig er best að geyma ost? • Ostur er kælivara. Geymsluhitastig í kælum á ekki að fara yfir 4°C. Hafið ávallt hitamæli í kælunum. Hvert er geymsluþol osta? • Neytendapakkaðir, bitapakkaðir og sneiddir ostar hafa takmarkað geymsluþol eftir að búið er að opna loftskiptu umbúðirnar. • Mygluostar eru næmari fyrir hita og hitasveiflum, en fastir ostar. Þeir hafa takmarkað geymsluþol eftir að þeir eru fullgerðir. • Smurostar í lokuðum umbúðum geymast lengi. Eftir að umbúðirnar hafa verið opnaðar fer geymsluþolið eftir meðferð ostsins. • Mysuostar hafa gott geymsluþol í óopnuðum umbúðum. • Mikilvægt er að geyma bragðsterka osta í þéttum umbúðum, svo að hann smiti ekki önnur matvæli. Loftskiptar eða lofttæmdar umbúðir • Í loftskiptum umbúum er örlítið loft, þær fara betur með ostinn, þar sem þær falla ekki alveg að honum og osturinn nær að þroskast eðlilega í þeim. Ef annar endi umbúðanna er opnaður með skærum, er hægt að nota þær áfram. Loft myndast í umbúðum • Ostur í sneiðum er ekki ónýtur þegar loft myndast í umbúðunum. • Óðalsostur er mjög “lifandi” þess vegna kemur oft loft í umbúðirnar. Góð meðferð er nauðsynleg • Hirðulaus og harkaleg meðferð osts getur valdið því að umbúðirnar rifna eða osturinn aflagist. Ef umbúðir rifna eiga örverur og súrefni greiðan aðgang að ostinum og skilyrði til myglumyndunar verða góð. Mundu alltaf að þú ert að vinna með lifandi hráefni!

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==