Stjórn fiskveida 2019/2020 - Lög og reglugerðir
Reglugerð nr. 675/2019, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020 99 D. Nú sýna útreikningar að aflaheimildir koma einnig í hlut tiltekins byggðarlags samkvæmt A-lið þessarar greinar og skal þá einungis úthluta aflaheimildum til byggðarlags á grundvelli þess ákvæðis sem meira gefur, þ.e. A-liðar eða samtölu B- og C- liðar. E. Þegar reiknaður hefur verið út hlutur einstakra byggðarlaga samkvæmt A-lið hér að ofan, skal hlutur byggðarlaga með færri íbúa en 400 og sem úthlutað var aflaheimildum á fiskveiðiárinu 2018/2019, og eiga rétt til úthlutunar fiskveiðiárið 2019/2020, leiðréttur þannig að ekkert þeirra lækki um meira en 15 þorskígildislestir, milli fiskveiðiáranna 2018/2019 og 2019/2020. F. Þrátt fyrir ákvæði A-liðar skal úthlutun byggðakvóta til þeirra byggðarlaga sem fengið hafa úthlutað aflaheimildum frá Byggðastofnun, skv. 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, ekki vera lægri en nam úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. 5. gr. Tilkynningar um aflaheimildir. □ 1 Ráðuneytið tilkynnir sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla. 6. gr. Gildistaka. □ 1 Reglugerð þessi sem sett er, skv. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. júlí 2019.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==