Stjórn fiskveida 2019/2020 - Lög og reglugerðir
Stjórn fiskveiða 2019/2020 – Lög og reglugerðir 102 vikur. Byggðastofnun annast mat og úrvinnslu umsókna og skal svara öllum umsóknum svo fljótt sem unnt er. 5. gr. Úthlutun aflamarks. □ 1 [Byggðastofnun skal úthluta aflamarki með tilkynningu til Fiskistofu um magn á skip, á grundvelli samninga fyrir fiskveiðiárið enda séu skilyrði samningsins uppfyllt.] 1) Hafi skilyrði fyrir úthlutun aflamarks til einstakra fiskiskipa á grundvelli reglugerðar þessarar ekki verið uppfyllt að fullu í lok fiskveiðiárs fellur niður réttur til aflamarks í hlutfalli við það sem upp á vantar að skilyrði séu uppfyllt. Takist ekki að úthluta öllu aflamarki viðkomandi skips fyrir lok fiskveiðiársins er heimilt að ráðstafa áunnu aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs til næsta fiskveiðiárs, enda hafi viðkomandi skip verið í samfelldri eigu viðkomandi útgerðar og ekki verið flutt meira aflamark frá skipinu en til þess í lok fiskveiðiársins á undan. 1) Rg. 427/2018, 1. gr. 6. gr. Samráð við sveitarstjórn. □ 1 [Byggðastofnun skal hafa samráð við sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags áður en tillögur um samningsaðila eru lagðar fyrir stjórn Byggðastofnunar til endanlegrar afgreiðslu.] 1) 1) Rg. 427/2018, 2. gr. 7. gr. Vinnsla afla. □ 1 Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til aflamarks Byggðastofnunar til vinnslu innan hlutaðeigandi vinnusóknarsvæða á viðkomandi fiskveiðiári og í samræmi við samning sem liggur til grundvallar úthlutun. Með vinnslu er átt við flökun, flatningu, frystingu, söltun eða herslu samkvæmt nánari lýsingu í samningi. 8. gr. Framsal aflamarks. □ 1 Framsal aflamarks sem úthlutað er samkvæmt reglum þessum er óheimilt, en þó skulu heimil jöfn skipti á aflamarki í þorskígildum talið. Aflamarki Byggðastofnunar er m.a. ætlað að stuðla að sem bestri nýtingu þeirra aflaheimilda sem fyrir eru í byggðarlaginu. Því er heimilt í samningi skv. 2. gr. að kveða á um bann við leigu eða sölu aflaheimilda frá aðilum samningsins á samningstímanum. 9. gr. Eftirlit með samningum. □ 1 Eftirlit með framkvæmd þessara reglna skal vera í höndum Byggðastofnunar í samráði við viðkomandi sveitarstjórn og atvinnuþróunarfélag. Sé það mat þessara aðila að um alvarleg frávik sé að ræða frá ákvæðum samningsins, getur Byggðastofnun rift honum einhliða hvenær sem er á samningstímanum. 10. gr. Gildistaka. □ 1 Reglugerð þessi er sett skv. 10.gr.a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og öðlast gildi 1. september 2016. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 606/2015, um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda skv. ákvæði til bráðabirgða XIII í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. júlí 2016.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==