Stjórn fiskveida 2019/2020 - Lög og reglugerðir
Auglýsing nr. 213/2010, um reglur um lágmarksúrtak og framkvæmd vigtunar við úrtaksvigtun 105 Aug lýs ing um reglur um lágmarksúrtak og framkvæmd vigtunar við úrtaksvigtun. 1. gr. □ 1 Ef vigtun afla fer fram með úrtaksvigtun samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, 1) með síðari breytingum, skal úrtak tekið í samræmi við auglýsingu þessa. 1) Með rg. 745/2016, sbr. 1011/2017, 91/2018, 617/2018 og 436/2019, var úr gildi felld rg. 224/2006. 2. gr. □ 1 Úrtak skal tekið af handahófi úr aflanum þannig að það gefi sem réttasta mynd af aflanum. 3. gr. □ 1 Um lágmarksfjölda íláta sem tekin eru í úrtak úr afla hverrar tegundar af ísuðum botnfiski eða ísaðri rækju fer skv. þessari grein þegar vigtun er framkvæmd samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, 1) með síðari breytingum. □ 2 Ílát sem tekin eru í úrtak skulu brúttóvigtuð, þá skal fiskur og ís aðskilin og fiskurinn vigtaður úr hverju íláti fyrir sig. Nettóþungi fisks úr ílátum sem tekin eru í úrtak skal lagður saman og deilt í með fjölda íláta í úrtaki og þannig fundinn meðalnettóþungi afla hvers íláts í úrtaki. Heildarnettóþungi hverrar tegundar skal fundinn með margfeldi meðalnettóþunga afla í íláti til úrtaksvigtunar og fjölda fullra íláta að viðbættum nettóþunga afla hverrar tegundar úr þeim ílátum sem ekki eru full. Lágmarksfjöldi íláta sem tekin eru í úrtak. Ísaður botnfiskur Ísuð rækja Heildarfjöldi íláta með afla Stór kör Lítil kör Kassar Kör Kassar 1 1 1 1 1 1 2 2 2 2 2 2 3 3 3 3 2 2 4 4 4 4 2 3 5 4 5 5 2 3 6 5 5 6 2 3 7 6 6 6 2 3 8 6 6 7 3 3 9 6 7 8 3 4 10 7 7 9 3 4 11 7 8 9 3 4 12 8 8 10 3 4 13 8 9 10 3 4 14 8 9 11 3 4 15 9 9 11 3 4 16 9 10 12 3 4 17 9 10 13 3 4
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==